Fréttir

4.10.2007

Árshátíðin á laugardaginn

Árshátíð klúbbsins verður haldin í Skútunni á laugardaginn. Á undan er boðið í móttöku í Pakkhús Byggðasafnsins og er mæting þar kl. 18.30 en hátíðin verður sett kl. 20. Veislustjóri er Sigurður Björgvinsson en boðið verður upp á skemmtilega tónlist, söngatriði og spurningakeppni.

Ef einhver er eftir að skrá sig þá er um að gera að hafa samband við formann skemmtinefndar Maríu Kristínu Gylfadóttur.

Dagskrá

18:30  Kokteill og tónlist í Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar 
Boðið verður upp á rútu upp í Skútu rúmlega 19.30 

20.00   Hátíðin sett
Forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar setur fund 
 

20.30  Borðhald hefst

Hátíðarræða
Söngtríó - Elfa, Erna og Örn
Spurningakeppni

Fjöldasöngur
 
Undirleikur við borðhald og dans - Sighvatur Sveinsson                                   

Veislustjóri:  Sigurður Björgvinsson 

Matseðill:

Forréttur Rjómalöguð humarsúpa með champagnejellý og nýbökuðu brauði
Aðalréttur  Koníaksmarinerað heilsteikt lambafille með kartöflu- og sellerímús, gulrótum, púrtvínssósu og fersku salati.
Eftirréttur Heitt súkkulaðisufflé með vanilluís og jarðaberjum, kaffi 

Miðaverð:  5500.- (greitt við innganginn)

Sjáumst á árshátíð!


Hfj_haus_01