Fréttir
Ný heimasíða tekur við af 8 ára gamalli síðu
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur nú fengið nýja heimasíðu eins og allir rótarýklúbbar landsins. Síða klúbbsins er umfangsmikil, með miklum upplýsingum auk þess sem finna mátti á gömlu síðunni.
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar fékk sína fyrstu heimasíðu árið 2000 er Guðni Gíslason bauðst til þess að setja upp síðu fyrir klúbbinn. Hann hefur ritstýrt síðunni frá þeim tíma og hafa verið settar inn gríðarlega margar fréttir og á síðunni má meðal annars finna upplýsingar um jólamerki klúbbsins í 50 ára, upplýsingar um alla skiptinema klúbbsins, alla félaga frá upphafi og margt fleira.
Nú verða tímamót því allir fundir og mætingar verða skráðar í nýju félagakerfi umdæmisins og verður það í verkahring ritara að skrá þær upplýsingar inn. Allir klúbbfélagar fá aðgang að félagakerfinu og geta uppfært persónupplýsingar og fylgst með mætingum og væntanlegum fundum í klúbbi og í nefndum.