Rótarýdagurinn á laugardag
Metnaðarfull dagskrá rótarýklúbbanna
Rótarýdagurinn er á laugardaginn og 18 rótarýklúbbar hafa undirbúið dagskrá í tilefni hans. Þar munu klúbbarnir kynna starf Rótarý um leið og þeir bjóða upp á fróðleik og skemmtun. Rótarýfélagar eru hvattir til að vera virkir þátttakendur á deginum, segja frá honum á samfélagsmiðlum og dreifa nýjum bæklingi um Rótarý.
DAGSKRÁ KLÚBBANNA má finna á síðu Rótarýdagsins hér og einnig má finna Rótarýdaginn á Facebook
Sérstök dagskrá verður í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellssveit, Akranesi, Borgarnesi, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Neskaupsstað, Egilsstöðum, Gunnarsholti og Selfossi.