Fréttir

7.7.2016

Stjórnarskipti

Bessi H. Þorsteinsson tekur við keðju forseta

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar var í dag og þar fóru fram stjórnarskipti. Á síðasta fundi hafði Eyjólfur Þór Sæmundsson fráfarandi forseti flutt skýrslu stjórnar auk þess sem reikningar voru lagðir fram og samþykktir.
Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að færa stjórnarborðið og setja það við sýningartjaldið og geta fyrirlesarar nú staðið í púlti og flutt sitt erindi og um leið séð framan í fundargesti um leið og þeir skoða glærur á tjaldinu.
Í hinni nýju stjórn er eftirfarandi:
  • Forseti: Bessi H. Þorsteinsson
  • Verðandi forseti: Gylfi Sigurðsson
  • Ritari: Guðbjartur Einarsson
  • Gjaldkeri: Ingvar Geirsson
  • Stallari: Ólafur Haukur Magnússon
  • Fv. forseti: Eyjólfur Þór Sæmundsson.
Skv. hefð afhenti fráfarandi forseti nýjum forseta drykkjarhorni góða frá InnerWheel konum og líkanið af færeyska bátnum sem Thorshavnar Rotaryklub gaf klúbbnum. Þessa hluti varðveitir forseti í sinni forsetatíð.
Eyjólfur Sæmundsson afhendir Bessa Þorsteinssyni hornið og bátinn. - Ljósmynd: Guðni Gíslason
Í stefnuræðu forseta kom fram að þetta er afmælisár og því sé undirbúningur að veglegri afmælishátíð hafin, farið verður í ferðir, saga klúbbsins verður gefin út auk þess forseti sagði nauðsynlegt að fjölga konum í klúbbnum.
Áherslur forseta má lesa hér.

Hfj_haus_01