Fréttir

6.9.2010

Styrkumsóknir óskast!

Styrkur Tónlistarsjóðs Rótarý

Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir styrkumsóknum.
Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.

Sjóðurinn veitir ungu fólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.
Styrkurinn verður veittur í janúar 2011 og verður að upphæð kr. 750.000.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 1. október nk. til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Netfang: rotary@rotary.is
Rótarýfélagar eru hvattir til að vekja athygli efnilegs tónlistarfólks sem þeir þekkja til á styrknum.

Fræðast má nánar um Tónlistarsjóðinn hér en þar má m.a. fræðast um fyrri styrkþega, hátíðartónleika Rótarýs og fl.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning