Fréttir

11.10.2006

Vel heppnuð afmælishátíð

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar fagnaði 60 ára afmæli klúbbsins með glæsilegri hátíð sl. laugardag í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði. Yfir 100 manns tóku þátt í hátíðinni og voru heiðursgestir kvöldsins Guðmundur Björnsson, umdæmisstjóri og frú, Guðmundur Ámundason, einn af stofnfélögum Rkl. Straums og frú en Straumur er annar dótturklúbba Rkl. Hafnarfjarðar. Þá var Ingibjörg Magnúsdóttir, umdæmisstjóri Inner Wheel einnig heiðursgestur en þarna var einnig fagnað 30 ára afmæli Innner Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar.

Guðni Gíslason, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar og Ásta Reynisdóttir, þáverandi forseti InnerWheel-kúbbs Hafnarfjarðar


Á hátíðina mættu einnig rótarýfélagar úr Rkl. Ólafsvíkur, Rkl. Keflavíkur og Rkl. Reykjavík-Grafarvogur.

Stjórn Rkl. Hafnarfjarðar þakkar heimsóknirnar og góðar kveðjur frá rótarýfélögum.

Stjórn klúbbsins er stórhuga á afmælisári en unnið er nú að vönduðu tímariti sem dreift verður í öll hús í bænum, átak verður gert í skógræktarreit klúbbsins og ný söngbók verður gefin út.

Starf klúbbsins er með miklum blóma, félagar heimsækja gjarnan aðra klúbba og gestakomur á klúbbfundi eru margar og ánægjulegar.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning