Fréttir
Hófst með kynningu á stofnun nýs klúbbs
Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri setti nú fyrir stundu 66. Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi með því að kynna að í burðarliðnum væri stofnun nýs rótarýklúbbs með ungum félögum. Upplýsti hann að verkið væri unnið af Rótarýklúbbnum Reykjvík-Miðborg í samstarfi við Rótarýklúbb Reykjavík-Árbær og Reykjavík-Grafarvogur. Eftir að hafa kynnt gesti og embættismenn setti hann þingið.
Fyrstur mælenda var Kenneth R. Boyd, fulltrúi RI. Helgaði hann ræðutíma sinn umræðu um friðarmál og verkefni sem hann tók þátt í á Indlandi.