Fréttir

14.10.2011

Hófst með kynningu á stofnun nýs klúbbs

Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri setti nú fyrir stundu 66. Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi með því að kynna að í burðarliðnum væri stofnun nýs rótarýklúbbs með ungum félögum. Upplýsti hann að verkið væri unnið af Rótarýklúbbnum Reykjvík-Miðborg í samstarfi við Rótarýklúbb Reykjavík-Árbær og Reykjavík-Grafarvogur. Eftir að hafa kynnt gesti og embættismenn setti hann þingið.

Umdæmisþing dagur 1- 04Fyrstur mælenda var Kenneth R. Boyd, fulltrúi RI. Helgaði hann ræðutíma sinn umræðu um friðarmál og verkefni sem hann tók þátt í á Indlandi.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning