Fréttir
Rkl. Keflavíkur sigraði í sveitakeppni golfmótsins
Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og var mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík í gær, föstudaginn 23. júní 2017. Í sveitakeppni klúbba sigruðu keppendur úr Rkl. Keflavíkur, þeir Einar Magnússon og Guðlaugur Grétar Grétarsson með 63 pkt. Önnur úrslit voru eins og greint er frá eftirfarandi pistli.