Fréttir

27.10.2008

Fregnir frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja

Nú er unnið markvisst að því að fá fréttir frá rótarýklúbbum um allt land. Rótarýklúbbur Vestmannaeyja ríður á vaðið.

Starfsárið hjá Rótarýklúbb Vestmannaeyja byrjaði á veglegum stjórnarskiptafundi á Kaffi Maríu.  Næsta verkefni var að klúbburinn valdi fallegasta garðinn, snyrtilegustu húseignina, best heppnuðu endurbætur á húseign og snyrtilegasta fyrirtækið í ár, í samráði við umhverfisnefnd Vestmannaeyjabæjar.  Annars er nokkuð rólegt yfir okkar fámenna klúbbi.  Aðeins átta félagar.  Við erum að skipta um fundarstað.  Fara í Höllina, okkar gamla fundarstað aftur. Þ.e. þar sem við héldum umdæmisþingið árið 2003, sem einhverjum er ef til vill í fersku minni.

Við höfum því í haust haldið fundi aðallega á vinnustöðum okkar til skiptis eins og frumkvöðlarnir gerðu á sínum tíma.  Það er alltaf gagnlegt og gaman að kynnast starfi og vinnustað rótarýfélaga okkar, því alltaf fræðist maður um eitthvað nýtt.  Við höfum til dæmis fundað í Flugstöðinni, Framhaldsskólanum, Barnaskólanum og Tryggingamiðstöðinni.  Einnig  heimsóttum við og funduðum í Nýsköpunarstofu og fræddumst um það athyglisverða starf sem þar fer fram. Meðal annars svokallaða Fab Lab tækni.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning