Fréttir

9.9.2009

Ert þú 25-40 ára á vinnumarkaði?

Rótarý gefur kost á starfskynningarferð - GSE - til Kansas í USA

Þetta er fjögurra vikna ferð til vesturhuta Kansasfylkis í apríl 2010. Þátttakendur verða fjórir, karlar og/eða konur, sem unnið hafa í viðurkenndum starfsgreinum í það minnsta síðatliðin tvö ár. Umsækjendur mega ekki vera Rótarýfélagar, makar, afkomendur eða makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga.

Með hópnum fer fararstjóri sem er reyndur Rótarýfélagi.
Nánari upplýsingar fást hjá formanni starfshópaskiptanefndar Rótarý á Íslandi, Birnu Bjarnadóttur, í síma 895 6500 og á skrifstofu Rótarýumdæmisins í síma 568 2233 fyrir hádegi. Einnig á vefslóðinni: www.rotary.is undir GSE og þar eru
umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa einnig samþykki hjá forseta Rótarýklúbbs/klúbba á því svæði sem umsækjandi býr.
Umsóknum skal skila fyrir 1. október 2009 til:
Skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi,
Suðurlandsbraut 54,
108 Reykjavík.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning