Fréttir

17.5.2005

Nýr rótarýklúbbur stofnaður

Egill Jónsson óskar nýjum rótarýfélaga til hamingju. ? Ljósm.: GG


Nýr rótarýklúbbur, Rotary Reykjavík International  hefur verið stofnaður og var fyrsti fundur hans á Hótel Sögu í hádaginu í dag og var 21 nýr félagi tekinn inn í klúbbinn.

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg er móðurklúbbur hins nýja klúbbs sem heldur fundi á Hótel Sögu á þriðjudögum kl. 12 og er ætlaður enskumælandi fólki og er hann fyrsti sinnar tegundar hér á landi og slíkir klúbbar eru algengir á stærri stöðum í útlöndum.

Egill Jónsson, umdæmisstjóri afhendir forseta nýja klúbbsins, Martin Stephen Regal fána. Gestur Ólafsson, forseti Rvk.- Miðborg fylgist með. ? Ljósm.: GG


 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning