Fréttir
Fyrsti dagurinn lofar góðu
Góður andi á umdæmisþinginu
Það var hátíðarbragur yfir fyrri degi umdæmisþingsins. Eftir ávörp gesta var látinna rótarýfélaga minns við hátíðlega athöfn, kertatendrun söng Bergþórs Pálssonar og Kórs Langholtskirkju.
Jón Björnsson rithöfundur flutti svo erindi sem fékk fólk bæði til að hugsa og ekki síst til að hlæja. Skemmtilegur endir á fyrsta hluta þingsins. Eftir stutt hlé hófst rótarýfundur, óhefðbundinn fundur með leikþætti og tónlist. Þar sem allir voru standandi náði fólk að spjalla við marga og glatt var á hjalla