Fréttir

4.6.2005

Umdæmisstjóri hvetur til mætingar á umdæmisþing

Það er mjög æskilegt að formenn þjónustunefndanna fjögra fyrir næsta starfsár, (klúbbþjónustunefnd, starfsþjónustunefnd, samfélagsþjónustunefnd, alþjóðaþjónustunefnd) mæti á formót og umdæmisþing. Þarna er verið að tryggja að þessir lykilmenn í þjónustugreinunum fjórum hafi góða þekkingu til að gegna þessum lykilhlutverkum.

Viðurkenning til 26 klúbba frá umdæmisstjóra

Egill Jónsson, umdæmisstjóri segir: Árið er búið að vera mjög starfsamt í þjónustugreinunum fjórum, ég hef þegar gefið skýrslu um starf hvers og eins klúbbs og hver afmælisverkefni ykkar voru á aldarafmælisárinu. Af því tilefni hefur alþjóðaforseti sent mér viðurkenningarskjöl fyrir 26 klúbba sem að hans mati hafa staðið að mjög öflugu klúbbstarfi í þjónustugreinunum fjórum. Þessi viðurkenningarskjöl verða afhent á þinginu 11. júní. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning