Fréttir

17.10.2005

GSE starfshópaskiptaferð til Kanada og USA vorið 2006

Rótarýudæmið auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í kynnisferð fólks á aldrinum 25-40 ára sem farin verður í apríl 2006. Ferðin tekur fjórar vikur og ferðast verður um Ontaríófylki í Kanada og Minnesota, N-Dakota og Wisconsin í Bandaríkjunum. Ferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember.

Þátttakendur verða fjórir, karlar og/eða konur, sem starfað hafa í viðurkenndum starfsgreinum í það minnsta tvö ár.  Þeir mega ekki vera rótarýfélagar, makar, afkomendur eða makar afkomenda lifandi rótarýfélaga. Með hópnum fer reyndur rótarýfélagi sem fararstjóri.

Nánari upplýsingar fást hjá nefndarmönnum í starfshópaskiptamefnd Rótarý, Dögg Pálsdóttur í dogg@dp.is og Sigrúnu Pálsdóttur í sigrunp@hvippinn.is  og á vefslóðinni: http://www.rotary.org/foundation/educational/gse/index.html

Umsóknareyðublöð fást hjá forsetum rótarýklúbba á því svæði sem umsækjandi býr, á umdæmisskrifstofu Rótarý og á ofangreindri vefslóð. Umsóknum skal skila til rótarýklúbbs þar sem umsækjandi býr eigi síðar en 7. nóvember 2005.

Til að endurgjalda heimsóknina kemur hingað samsvarandi hópur frá Bandaríkjunum og Kanada sem dveljast mun hér á landi í maí.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning