Fréttir

15.2.2013

Pólfarinn í heimsókn hjá Rkl. Borgarness á sunnudag

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir vann einstakt afrek og sýndi mikla þrautseigju þegar hún gekk ein síns liðs á suðurpólinn til styrktar Líf, Styrktarfélagi Kvennadeildar Landsspítalans. Kynnist því í Borgarnesi á sunnudaginn kl. 16.

Gangan hófst 19. nóvember og hún lauk göngunni 17. janúar eða á 60 dögum. Rótarýklúbbur Borgarness stendur að undirbúningi og skipulagi heimsóknar Vilborgar í samstarfi við Borgarbyggð í Hjálmakletti sunnudaginn 17. febrúar kl. 16. Allir er hjartanlega velkomnir að koma og kynnist einstöku afreki Vilborgar Örnu. Söfnunarbaukur til styrktar Líf  verður á staðnum.                                                                                                    


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning