Fréttir

20.9.2010

Skiptinemar til og frá Brasilíu

Kristófer Björn Ólason unir hag sínum vel í Araqatuba í Brasilíu þar sem mun dvelja sem skiptinemi á vegum Rótarýklúbbsins Görðum næstu misserin. Þá er skiptineminn Diogo Inamura frá Brasilíu kominn til landsins og dvelur hann fyrstu mánuðina hjá félaga okkar Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé og eiginmanni hennar Óla Svavari Hallgrímssyni. Er þetta í annað sinn sem þau hjónin taka að sér skiptinema og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja félaga sína til hins sama.