Vináttuskipti
Rotary Friendship Exchange eða vináttuskipti er prógramm sem vert er að skoða betur. Þetta er að sumu leyti svipað og starfshópaskiptin og felst í því að rótarýfélagar heimsækja önnur lönd og gista hjá félögum.
Boðið er upp á þrenns konar skipti:
- Heimsókn, einstaklingur með eða án fjölskyldu kemur og gistir
- Hópur eða teymi, oftat 4-6 einstaklingar, heimsækja umdæmi og eru að jafnaði upp undir mánuð á staðnum
- Starfsstéttaskipti, rótarýfélagi og gestgjafi eru í sömu starfsstétt og hittast til að skoða hvernig viðkomandi starf er unnið í því landi sem heimsótt er.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu vináttuskiptanna, http://www.rotary.org/programs/rfe/index.html