Fréttir

14.6.2012

Rótarýmessa 17. júní

Rótarýmessa 17. júní í tilefni þjóðhátíðarinnar verður haldin í Seltjarnarneskirkju kl. 11 f.h., og eru Rótarýfélagar allra klúbba velkomnir ásamt fjölskyldu og vinum.

Nokkrir Rótarýfélagar taka virkan þátt í guðsþjónustuhaldinu m.a. flytur Jón Hákon Magnússon fv. umdæmisstjóri hugleiðingu og annar félagi Rótarý í gegnum tíðina, sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Vandað er til allrar dagskrárinnar og á eftir er kirkjukaffi í safnaðarheimilinu í boði Rótarýklúbbs Seltjarnarness sem eins og áður hefur annast undirbúning.

Dagskrá

  • Séra Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur og Rótarýfélagi þjónar fyrir altari.
  • Erla Þórisdóttir nýstúdent annast ritningarlestra.
  • Jón Hákon Magnússon fv. umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi flytur hugvekju.
  • Margrét Helga Jóhannsdóttir fv. bæjarlistamaður les ljóðið „Talað við ungt fólk“ eftir Guðmund Böðvarsson.
  • Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari syngur „Friðarins guð“ eftir Árna Thorsteinson.
  • Friðrik Vignir Stefánsson organisti og tónlistarstjóri ásamt félögum úr Kammerkór Seltjarnarness annast tónlistarflutning.
  • Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn í boði Rótarýklúbbsins.

Fjölmennum!


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning