Fréttir

27.5.2010

Rótarýmessa í Grafarvogskirkju 30. maí kl. 11

Sunnudaginn 30. maí  kl. 11.00, mun Rótarýklúbbur Grafarvogs standa fyrir rótarýmessu í Grafarvogskirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason mun þjóna fyrir altari með þátttöku félaga í klúbbnum.

Jón Þór Sigurðsson forseti klúbbsins flytur hugvekju og organisti verður Kjartan Eggertsson sem einnig er félagi í klúbbnum. Kór kirkjunnar syngur og stýrir almennum söng.

Eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar.

Rótarýklúbbur Grafarvogs vonast til að sjá sem flesta, bæði rótarýfélaga og aðra góða gesti.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning