Fréttir
Ársafmæli Rótaractklúbbsins Geysis
Í tilefni af eins árs afmælis klúbbsins bjóða klúbbfélagar rótarýfélögum og öðrum áhugasömum á opinn afmælisfund 19. janúar kl. 17 í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi (Gegnt Listasafni Kópavogs)
Á fundinum verður stuttlega sagt frá starfi Rótaract, komandi verkefni verða kynnt og er þetta því frábært tækifæri fyrir meðlimi Rótarý og aðra að kynnast kraftmikla unga fólkinu í Rótaractklúbbnum Geysi.