Fréttir
  • Rotaryorg 2013

19.9.2013

My Rotary

fyrir alla rótarýfélaga

Um síðustu mánaðarmót var opnuð ný heimasíða Rotary International á www.rotary.org Gríðarlegar breytingar hafa verið gerðar á síðunni með það að markmiði að aðgengi að upplýsingum verði betra. Jafnframt hefur verið opnaður nýr innri vefur My Rotary þar sem allir rótarýfélagar geta skráð sig inn á. Forsetar og ritarar fá sjálfkrafa aukinn aðgang til að sýsla með upplýsingar um eiginn klúbb og til að sækja skýrslur og fl.

Forsetar, ritarar og gjaldkerar geta á My Rotary sinnt sínum embættisskyldum, greitt gjöld til RI, uppfært félagatal, skráð verðandi embættismenn, greitt í Rótarýsjóðinn og nú einnig skrá markmið klúbbsins og árangur. Með því móti geta klúbbfélagar fylgst með þróun klúbbsins í gegnum árin en hingað til hafa þessi markmið verið skrá á blað og skilað til umdæmisins.

Rótarýfélagar eru hvattir til að skrá sig inn á My Rotary á heimasíðunni www.rotary.is  Þeir sem ekki voru áðir skráðir á það sem nefndist Member Acess, þurfa að hafa rótarýnúmer sitt en forseti eða ritari viðkomandi klúbbs hefur það númer í síðust SAR skýrslu.

Aðeins einn hængur er á nýju síðunni. Til að skoða hana þarf frekar nýjan vefskoðara og t.d. er ekki hægt að skoða hana í Internet Explorer 8, sem er nýjasti skoðarinn sem virkar á Windows XP. Þeir notendur geta þess í stað hlaðið niður Google Chrome skoðaranum og notað hann. Skoðið gjarnan kynningu á nýju síðunni hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning