Dagskrá 2016

Dagskrá Rótarýdagsins 2016

laugardaginn 27. febrúar

Rótarýklúbbarnir verða með fjölbreytta dagskrá á Rótarýdeginum og hana má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um dagskrá á hverjum stað má fá hjá tengiliðum klúbbanna sem finna má á valstikunni til vinstri.
Sjá einnig frá Rótarýdeginum á Facebook síðu Rótarý á Íslandi www.facebook.com/rotary.island
Leitið á samfélagsmiðlum eftir #rótarýdagurinn2016
Deilið gjarnan á Facebook, Twitter og Instagram myndum og frásögnum af Rótarýdeginum. Munið að merkja með #rótarýdagurinn2016 og tengja við Twitter með @rotaryisland
Sækið lógó Rótarýdagsins hér

AKRANES

Rótarýklúbbur Akraness

Opinn fundur „Útlenskir skagamenn“ í Garðakaffi kl. 11-13.  Tilgangurinn er að vekja athygli á því hvernig ólíkir einstaklingar, fæddir víðs vegar um heiminum, finna sér starf og heimili á Akranesi.  Fimm einstaklingar, fæddir í Víetnam, í Þýskalandi, á Indlandi, í Nigeríu og í Færeyjum, sem segja frá sér.


BORGARNES - Bifröst

Rótarýklúbbur Borgarness

„Fjölmenning og fjölbreytni“, opið hús á Bifröst kl. 13.30-16.45. Í samvinu við Háskólann á Bifröst, Hótel Bifröst, nemendafélag háskólans og konuklúbbinn Andrómedur verður boðið upp á lifandi, áhugavert og fræðandi, fjölmenningarlegt efni. Skiptinemar við Háskólann á Bifröst kynna menningu sinna landa.  Kynningar verða frá 11 þjóðlöndum. Tælendingar sýna útskurð á ávöxtum.  Lærðu að skrifa nafnið þitt á tælensku.  Krakkabingó.  Leikir fyrir krakka.  Nemendur 9. bekkjar Varmalandskóla sjá um kaffi og vöfflusölu. Sjá nánar hér.


FJARÐARBYGGÐ - Neskaupstaður

Rótarýklúbbur Neskaupstaðar

Fræðumst um hvert annað - fjölmenning. Opinn fundur í safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju  kl. 14 til 16 undir kjörorðinu „Fjölmenning“.
 
Ýmislegt verður á dagskrá til skemmtunar og umræðu, tónlist, og fróðleg stutt erindi um, upplifun og viðhorf erlendra íbúa sem hér búa. Deilum saman kjörorðinu: Fræðumst um hvert annað!
Aðgangur er ókeypis. Kaffisopi í boði og allir áhugasamir um fjölmenningarsamfélagið velkomnir sem og þeir sem vilja kynna sér starfsemi Rótarý eru hvattir til að mæta. Vonast Rótarýklúbburinn til að íbúar bæjarins af ýmsum og ólíkum uppruna eigi kost á að mæta og eiga þarna saman ánægjulega stund í góðu samfélagi á Rótarýdeginum.   


FLJÓTSDALSHÉRAР- Fellabær

Rótarýklúbbur Héraðsbúa

Rótarýdagurinn 2016 verður haldinn á Bókakaffi í Fellabæ kl. 14 til 16 undir kjörorðinu Fjölmenning. Ýmislegt verður til skemmtunar og umræðu, tónlist, og fróðleg stutt erindi um ýmis efni, svo sem íslenskunám fyrir útlendinga, fjölmenningarstefna sveitarfélagsins, verkefni á vegum Rauðakrossins, ofl. Kaffi og aðrar veitingar fást hjá Bókakaffi. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir um fjölmenningarsamfélagið eða vilja kynna sér starfsemi Rótarý eru hvattir til að mæta. Vonast Rótarýklúbburinn til að íbúar svæðisins af ýmsum og ólíkum uppruna eigi kost á að mæta og eiga þarna saman ánægjulega stund.GARÐABÆR - Jötunheimar:

Rótarýklúbburinn Görðum og Rótarýklúbburinn Hof

Fyrirlestrar í Jötunheimum, Bæjarbraut 7, kl. 13-15
Um Rótarý, Samstarf við skóla Garðabæjar, Alþjóðlegt starf með ungmennum.

Sjá pdf skjal


HAFNARFJÖRÐUR

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar

Kynning á alþjóðlegu starfi Rótarý í bæjarblaðinu Fjarðarpóstinum.


HÚSAVÍK

Rótarýklúbbur Húsavíkur

Opið hús og opinn rótarýfundur í Hvalbak – kaffihúsi við höfnina mánudaginn 29. febr. kl. 17:30 – 19:00. Rótarýfélagar taka á móti gestum og gangandi. Opinn Rótarýfundur þar sem aðalefnið verður kynning á Rótarýhreyfingunni og starfi Rótaýklúbbs Húsavíkur. Kaffiveitingar í boði.

 

HVOLSVÖLLUR - Gunnarsholt

Rótarýklúbbur Rangæinga:

Þing um náttúruvá í Rangárþingi 25. febrúar kl. 12.40-16 í Gunnarsholti í samstarfi við Landgræðsluna. Landsþekktir vísindamenn fjalla um breytta tíma í náttúruvá og hvernig byggðir geta búið sig undir náttúruhamfarið. Þátttakendur hvattir til að tilkynna þátttöku á edda@land.is

Sjá jpg skjal


ÍSAFJÖRÐUR - Nýja hjúkrunarheimilið

Rótarýklúbbur Ísafjarðar

Rótarýklúbbur Ísafjarðar mun á rótarýdeginum laugardaginn 27. febrúar nk. kynna starfsemi sína og  samstarf sitt við Tónlistaskóla Ísafjarðar, Listaskóli Rögnvaldar,  Hjúkunarheimilið Eyr og Dvalarheimilið Hlíf.  

Í framhaldinu verða haldnir tónleikar á nýju hjúkrunarheimili fyrir íbúa og aðstandendur þeirra.
Tónleikarnir hefjast kl 15
.


KÓPAVOGUR

Rótarýklúbburinn Borgir:

Tilraunaverkefni - Félagslegur stuðningur við nemendur af erlendum uppruna í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem eru 30 nýnemar og um 20 eldri nemar af erlendum uppruna. Á Rótarýdeginum fer af stað 3ja ára tilraunaverkefni hjá Menntskólanum í Kópavogi til að taka á þessum vanda. Verkefnið er stutt af Rótarýklúbbnum Borgir-Kópavogur.

Rótarýklúbbur Kópavogs, Rótarýklúbburinn Borgir, Rótarýklúbburinn Þinghóll:

Sala á rótarýtertu til styrktar Rótarýsjóðnum. Verkefnið er samstarfsverkefni allra þriggja rótarýklúbbanna í Kópavogi. Terta með rótarýmerki og fylgiblaði með lýsingu á því hvað rótarý er verður seld klúbbfélögum og almenningi. Klúbbfélagar bjóða upp á tertuna á vinnustöðum eða á öðrum vettvangi og kynna rótarý. Ágóði af sölu tetunnar rennur í Rótarýsjóðinn.


MOSFELLSBÆR

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar

Rótarýfélagar kynna starf Rótarý og dreifa kynningarbæklingi um Rótarý og gefa kassa undir notaðar rafhlöður. Verða þeir á þremur stöðum kl. 11-13, við nýju sundlaugina við Lágafellsskóla, við Bónus í Kjarna og við Krónuna.


ÓLAFSFJÖRÐUR - Kaffi klara

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar

Kynning kl. 15-17 á Kaffi Klöru.  Einkunnarorð Rótarýdagsins er fjölmenning og af því tilefni munu  Ave Kara Sillaots og Magnús G Ólafsson spila lög frá ýmsum löndum. Ljósmyndir og gömul fréttabréf úr starfinu verða á staðnum. 
 Kaffi Klara verður með „Fjölmenningartapas“ á dúndurverði.


REYKJAVÍK - Fylkisheimilið

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt og Rótarýklúbburinn Reykjavík-Árbær:

Opinn rótarýfundur í Fylkisheimilinu kl. 14-16. Fyrirlestrar og söngur. Um rótarýhreyfinguna, störf og verkefni klúbbanna og æskulýðsstarf Rótarý aul fyrirlestrar um Elliðárdalinn.

Sjá pdf skjal.

REYKJAVÍK - Háskólinn í Reykjavík

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær, Rótarýklúbbur Reykjavík-Miðborg, Rótarýklúbburinn eRótarý-Ísland, Rotary Reykjavík International og Rótarctklúbburinn Geysir.

Ráðstefna: Fjölmenning á Íslandi: Krydd í íslenskt samfélag? í sal V101 í Háskólandum í Reykjavík kl. 9.30 - 12.

Fyrirlesarar: Vigdís Finnbogadóttir, dr. Ari Kristinn Jónsson, Juan Castello, Joanna Marcinkowska, Fida Abu Libdeh, Kristín Hjálmtýsdóttir og forsetar fjögurra rótarýklúbba.

Sjá pdf skjal.

REYJAVÍK - Sóltún

Rótarýklúbbur Reykjavíkur

Tónleikar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 14.30. Diddú syngur við undirleik Kjartans Óskarssonar og Hrefnu Unnar Eggertsdóttur. Kjartan og Diddú eru félagar í klúbbnum. Jón Karl Ólafsson viðtakandi forseti verður kynnir.


REYKJANESBÆR

Rótarýklúbbur Keflavíkur:

Söguganga. Lagt verður  af staða frá Gömlu búð, einu af Duus Safnahúsunum kl. 11 og gengið að heimilum nokkurra stofnfélaga klúbbsins. Rótarýfélagar munu sjálfir segja frá þessum gömlu félögum og merku starfi þeirra og klúbbsins í þróun samfélagsins hér áður fyrr á árunum.  Ferðin tekur um tvo tíma og verður endað á veitingahúsi þar sem göngufólk getur fengið sér léttan hádegisverð.


SAUÐÁRKRÓKUR - Kaffi krókur

Rótarýklúbbur Sauðárkróks

Klukkustundar gönguferð um gamla bæinn með leiðsögn. Lagt af stað frá Kaffi Króki kl. 14.

Kaffi og meðlæti í boði á Kaffi Króki á eftir. Starf klúbbsins og Rótarýs kynnt. Myndin „Mini-Evererest“ sýnd til skemmtunar sem dæmi um það hvað það gaman það er að starfa í Rótarý.

 

SELFOSS - Selfossflugvöllur

Rótarýklúbbur Selfoss:

„Fjölmenningarveisla“ í flugskýli á Selfossflugvelli meðal rótarýfélaga, maka þeirra og gesta. Rótarýfélagar koma með og leggja til  veisluföng  á „alþjóðlegt“ hlaðborð, þ.e. einn eða fleiri rétti frá viðkomandi landi og síðan verður viðkomandi landi gerð skil með einhverjum hætti s.s. upplýsingum um land og þjóð. Einnig verður flutt tónlist frá viðkomandi löndum.

 

SELTJARNARNES - Eiðistorg

Rótarýklúbbur Seltjarnarness

Kynning á starfi Rótarý kl. 11-13 á Eiðistorgi. Boðið upp á konfekt og kynningarbæklingum dreift.


VESTMANNAEYJAR - Safnahúsið

Rótarýklúbbur Vestmannaeyja:

Málþing um læsi í Safnahúsi Vestmannaeyja kl. 14-14   Læsi - mikilvægasta málið.

Rótarýklúbbur Vestmannaeyja í samvinnu við Safnahús stendur fyrir málþingi um eflingu læsis. Bjartey Sigurðardóttir læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun mun kynna aðkomu stofnunarinnar að verkefninu og Ólöf A. Elíasdóttir deildarstjóri Grunnskóla Vestmannaeyja mun fjalla um áherslur Grunnskólans hvað varðar læsisátak meðal grunnskólabarna. Þá mun Drífa Þöll Arnardóttir bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja og grunnskólakennari segja frá samstarfsverkefni Bókasafnsins, Grunnskólans og Rauða krossins í Vestmannaeyjum um lestraraðstoð fyrir börn af erlendu bergi broti sem stunda nám í 1.-6. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Að lokum mun fulltrúi Rótarýklúbbs Vestmannaeyja gera grein fyrir stuðningi félagsins við eflingu læsis meðal barna í Vestmannaeyjum.Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning