Fréttir

23.2.2016

Rótarýdagurinn 2016

Fjölmenning og fjölbreytni

Rótarýklúbbur Borgarness verður með opið hús á Bifröst á Rótarýdaginn 27. febrúar 2016, frá kl. 13.30-16.45. Allir eru velkomnir.

Dagskrá:

Kl. 13:30 Forseti Rótarýfélags Borgarnes, Birna G. Konráðsdóttir, setur Rótarýdaginn.

Kl. 13:35 Ávarp Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi.

Kl. 13:45 Ávarp Vilhjálmur Egilsson.  Rektor Háskólans á Bifröst.

Kl. 13:55 Tælensk Menning. Eva Nittaya S. Grétarsdóttir og Sigurður M. Grétarsson.

Klukkan 14:00-16:45 

Skiptinemar við Háskólann á Bifröst kynna menningu sinna landa.  Kynningar verða frá 11 þjóðlöndum. Tælendingar sýna útskurð á ávöxtum.  Lærðu að skrifa nafnið þitt á tælensku.  Krakkabingó.  Leikir fyrir krakka.  Nemendur 9. bekkjar Varmalandskóla sjá um kaffi og vöfflusölu.

Nemendur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar sjá um tónlistaratriði.  Meðal annarra koma fram:

Emma Thorlacius leikur á harmoniku eitt lítið lag

Isobel Líf Diaz og Karen Birta Jónsdóttir leika fjórhent lagið All of me eftir John Legend

Ágústa Halla Guðjónsdóttir leikur Prelúdíu í C-dúr eftir J.S. Bach

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir leikur Etýðu eftir Moskovsky og jafnvel eitthvað fleira

Jóhannes og börnin. Vísur og ljóð Jóhannesar úr Kötlum.  Einar Svansson.

Kl. 16:45 Lok dagskrár og veitt verðlaun fyrir bestu landkynningarnar.

Kl. 17:30-19:30  Tælenskt hlaðborð í Kaffi Bifröst. 

Gestakokkur verður Emilía Kanjanapron Gíslason eigandi veitingahússins Bangkok í Reykjavík.

Á boðstólum verður:

1. Djúpsteiktar rækjur.

2. Naut í Panang karríi.

3. Djúpsteiktur kjúklingur.

4. Pad Thai núðlur með eggi.

5. Tælenskt salad.

Verð 3500.

Þar sem takmarkað magn verður í boði er vissara að panta með fyrirvara. 

Borðapantanir í síma 433 3050 fyrir föstudaginn 26 febrúar kl 13:00.

Kl. 20:00 Fjölmenningarleg spurningarkeppni.  Nemendafélag Bifrastar.

Kl. 21:30 Fjölmenningarlegt karaókí.  Nemendafélag Bifrastar.