Dagskrá 2018

4.2.2018

Dagskrá Rótarýdagsins 24. febrúar 2018

Rótarýklúbbarnir verða með fjölbreytta dagskrá á Rótarýdeginum og hana má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um dagskrá á hverjum stað má fá hjá viðkomandi klúbbum.


Sjá einnig frá Rótarýdeginum á Facebook síðu Rótarý á Íslandi

www.facebook.com/rotary.island

Leitið á samfélagsmiðlum eftir #rótarýdagurinn

Deilið gjarnan á Facebook, Twitter og Instagram myndum og frásögnum af Rótarýdeginum.

Munið að merkja með #rótarýdagurinn og tengja við Twitter með @rotaryisland

Sækið lógó Rótarýdagsinshér

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar

Látum rödd Rótarý heyrast

Dagskrá á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði í tilefni af styrkveitingum á Rótarýdaginn.

Dagskrá:

  • Kynning á Rótarýhreyfingunni,  og samfélagsstarfi klúbbsins.  Erindi stutt ljósmyndum á tjaldi, í umsjá stjórnar klúbbsins og Rótarýdagsnefndar.
  • Kaffisamsæti með heimilisfólki, starfsfólki og gestum í boði klúbbsins.
    Rótarýdagsnefnd afhendir heimilinu gjafir.
  • Fjárstyrkur til Pálshúss (safnahússins í Ólafsfirði)  afhentur, farið yfir vinnuframlag klúbbfélaga í þágu hússins.
  • Fjárstyrkur til Team Rynkeby vegna krabbameinssjúkra barna.  Tilefnið árleg hjólreiða og söfnunarferð þeirra frá Kaupmannahöfn til Parísar.  Haukur Sigurðsson félagi í kúbbnum og liðsmaður í Team Rikkeby mun veita honum viðtöku.
  • Fyrirhugað er að klúbburinn beri út kynningarbæklinga um Rótarýhreyfinguna í öll heimili í Ólafsfirði

olafsfjordur@rotary.is  - Facebook


Rótarýklúbbur Kópavogs

Klúbburinn boðar á kynningarfund, hóp fólks sem sem hafa fengið sendar frá klúbbnum allskonar fróðleik um Rótarý, með „léttum fyrirlestri með Rótarý-ívafi“ og síðan kaffi og sérbakaðar Rótarýtertur frá Reyni bakara eftir kynninguna.

kopavogur@rotary.is  - Facebook


Rótarýklúbburinn Reykjavík Miðborg

Dagskrá í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 10-12.

Þema klúbbsins er umhverfismál og munu nokkrir fyrirlesarar halda erindi um mikilvægi þess að allir leggist á eitt til verndar náttúrunni og alls umhverfis okkar.

Þetta eru fyrirlesararnir Jakob Frímann Magnússon, Thomas Möller og Ragna I. Halldórsdóttir deildarstjóra hjá Sorpu og fleiri gætu bæst við.

rvk-midborg@rotary.is - Facebook


Rótarýklúbburinn Borgir Kópavogur

Sérstök dagskrá til styrktar Rótarýsjóðnum.

Klúbbfélagar hafa tekið höndum saman og bjóða til uppboðs á munum, afþreyingu og gjörningum sem þeir koma að sjálfir.

Dagskráin fer fram í safnaðarheimili Kópavoskirkju, Borgum og hefst kl. 14.

Rótarýfélagar eru hvattir til að mæta með gesti með sér en kynningarefni um Rótarý verður aðgengilegt á staðnum fyrir áhugsama. Það verður auk þess heitt á könnunni!

borgir@rotary.is - Facebook


Rótarýklúbbur Héraðsbúa

Dagskrá með áherslu á unga fólkið. Drög

Kynningum á Rótarýhreyfingunni og klúbbnum - Fulltrúar unga fólksins flytur erindi - Tónlistarflutningur ungs fólks af Héraði. - Ávarp fagfólks um síma-, tölvu- og netnotkun unglinga - Kynning á nemendaskiptum Rótarý - Umræður.

herad@rotary.is - Facebook


Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar

Listsýning rótarýfélaga og einnig verða sýnd verk látinna rótarýfélaga í Ástjarnarkirkju laugardag kl. 14-17 og sunnudag kl. 11-14. Rótarýmessi í Ástjarnarkirkju á sunnudeginum kl. 11. 

hafnarfjordur@rotary.is - Facebook

Rótarýklúbbur Vestmannaeyja

Rótarýklúbbur Vestmannaeyja heldur upp á rótarýdaginn með dagskrá í Einarsstofu Safnahússins kl. 13 laugardaginn 24. febrúar.  Þar verða til sýnis munir bækur og myndir úr eigu rótarýklúbbsins. Saga klúbbsins verður kynnt og farið yfir verkefni klúbbsins.

Þetta verður auglýst nánar og kynnt í bæjarblaðinu Eyjafréttum.

vestmannaeyjar@rotary.is

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Árbær

Í tilefni af Rótarýdeginum verður gaumur gefinn að unga fólkinu og sjónum beint að netnotkun barna og unglingaUmfjöllun í  Árbæjarblaðinu: Kynning á starfi Rótarý þar sem einnig er rædd og vakin athygli á netnotkun barna og ábyrgð foreldra.

  • Dagskrá í Ártúnsskóla:

Klúbburinn stendur fyrir fræðslu í Ártúnsskóla fyrir 11-13 ára börn ásamt foreldrum.
Tekið verður fyrir efnið: Netið og samfélagsmiðlar. Verður gert í samvinnu við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni).

rvk-arbaer@rotary.is - Facebook

Rótarýklúbbur Seltjarnarness

Kynning á Eiðistorgi kl. 11-14. Félagar dreifa kynningarefni og kynna málefni Rótarý. Kaffi, kex og sælgæti í boði.

seltjarnarnes@rotary.is  -  Facebook


Rótarýklúbburinn Reykjavík International

Félagar verða í Hörpu kl. 15-17 og njóta aðstoðar félaga frá Landsbjörg Safetravel  til að kynna þetta frábæra öryggistæki fyrir gestum og gangandi.

Klúbburinn styrkir þennan þátt Landsbjargar en það er innanlandsverkefni klúbbsins í ár.

rvk-int@rotary.is  -  Facebook


Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt

Rótarýklúbbur Reykjavík Breiðholt að heimsækja Fjölbraut í Breiðholti og skoða Fab-Lab smiðju skólans og veita smiðjunni styrk til tækjakaupa. Félagar ætla að vera þarna kl. 13 á Rótarýdeginum og er almenningur velkominn að taka þátt.

rvk-breidholt@rotary.is


Rótarýklúbbur Sauðárkróks

Rótarýklúbbur Sauðárkróks mun, í tilefni af Rótarýdeginum, halda kvöldverðarfund föstudaginn 23.febrúar þar sem áhugavert erindi verður flutt ásamt stuttri kynningu á klúbbnum. Félagar munu hver og einn bjóða með sér gesti/gestum sem þeir telja að geti haft áhuga fyrir því starfi sem Rótarý innir af hendi. Lagt verður upp með að þetta verði róleg og notalega kvöldstund.


Rótarýklúbburinn Görðum Garðabæ

Á Rótarýdaginn 2018 mun Rótarýklúbburinn Görðum halda opinn Rótarýfund kl 13:00 í Skátaheimilinu Jötunnheimum við Bæjarbraut. Fundurinn verður auglýstur og allir Garðbæingar boðnir velkomnir. Allir áhugasamir um starf Rótarý eru hvattir til að mæta og klúbbfélagar eru einnig hvattir til að taka með sér gesti.

Dagskrá fundarins verður í stórum dráttum með sama sniði og hefðbundinn Rótarýfundur. Fyrirlesari verður Unnur Jökulsdóttir höfundur bókarinnar Undur Mývatns. Þriggja mínútna erindi verður í höndum Vilhjálms Bjarnasonar. Boðið verður upp á kaffiveitingar.


Rótarýklúbbur Borgarness

Félagar í Rótarýklúbbi Borgarness gerði 11 örpistla sem ætlunin er að fylla Faceboo með á Rótarýdeginum og lengur. Héraðsfréttablaðið Skessuhorn birtir umfjöllun um verkefnið á vef sínum og Morgunblaðinu fjallar um málið.


Rótarýklúbbur Selfoss

Rótarýklúbbur Selfoss mun á fundi sínum á Hótel Selfoss 27. febrúar kl. 18.30 og kynn starfsemi Rótarýhreyfingarinnar annars vegar og starfið í klúbbnum hinsvegar fyrir ungu fólki. Allir félagar bjóða a.m.k. 1 ungri manneskju á fundinn. Markmiðið er að vekja áhuga á Rótarýhreyfingunni og klúbbnum í hugum ungs fólks, þannig að þau horfi til Rótarý sem valkosts í félagsstarfi.

Á fundinum verða tvö stutt erindi:

  • Störf Rótarýhreyfingarinnar – Garðar Eiríksson
  • Rótarýklúbbur Selfoss – Ásta Sigurðardóttir

Almennt spjall, glens og grín

selfoss@rotary.is  -  Facebook


Rótarýklúbbur Mosfellssveitar

Kynningarfundur í golfskálanum Kletti þriðjudag 20. febrúar kl. 19:30-20:30.

  • Gestir boðnir velkomnir og boðið upp á léttar veitingar.
  • Stutt ávarp Umdæmisstjóra eða fulltrúa hans og þar á eftir ávarp forseta klúbbsins þar sem greint er frá helstu áherslu í starfi Rótarý.
  • Myndasýning frá starfi klúbbsins og létt tónlist leikin á meðan að Rótarýfélagar spjalla við gesti og gæða sér á veitingum.

Facebook





Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning