Rótarýdagurinn

10.1.2018 : Rótarýdagurinn 2018

laugardaginn 24. febrúar

Rótarýdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. febrúar nk. Þá munum við taka höndum saman undir einu merki og kynna með sérstökum viðburðum, blaðaskrifum og annarri fjölmiðlaumfjöllun hvað Rótarý leggur af mörkum til samfélagsins og hvernig félagsstarfi í rótarýklúbbunum er háttað. 

Rótarýdagurinn er að þessu sinni haldinn undir yfirskriftinni „Látum rödd Rótarý heyrast“, sem er stefnumál núverandi alþjóðaforseta Rótarýhreyfingarinnar.
Undirbúningsnefndin hvetur til þess að á Rótarýdaginn verði gaumur gefinn að unga fólkinu í landinu og að samfélagið standi vörð um aðstæður þess, líðan og velferð.
Lesa meira

30.6.2015 : Rótarýdagurinn 2016

27. febrúar 2016

Rótarýdagurinn verður haldinn í annað sinn laugardaginn 27. febrúar 2016 og eru allir klúbbar smáir sem stórir hvattir til að taka þátt í deginum.

Lagt er til að þema dagsins verði „Fjölmenning“ í víðu samhengi. Um leið og við vekjum athygli á okkar fjölmenningarsamfélagi vekjum við athygli á starfi Rótarý og höfum einkunnarorð Ravindran, alþjóðaforseta „Verum veröld gefandi að leiðarljósi.

Lesa meira

24.9.2014 : Rótarýdagurinn 2015

laugardaginn 28. febrúar 2015

Rótarýdagurinn

Vörpum ljósi á Rótarý er einkunnarorð heimsforseta, Gary C.K. Huang, fyrir núverandi starfsár Rótarý. Hann hefur hvatt alla rótarýklúbba til að halda Rótarýdag til að varpa ljósi á Rótarý og ekki síður til að vekja áhuga fólks að á taka þátt í starfi Rótarý. Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri hefur ákveðið að Rótarýdagurinn á Íslandi verði laugardaginn 28. ferbrúar 2015 og hvetur alla klúbba til að standa fyrir einhverri áberandi uppákomu í sínum byggðalagi þennan dag. Rótarýumdæmið mun sjá um almenna kynningu, leggja til hugmyndir og aðstoða klúbbana eftir megni, en ábyrgðin á framkvæmd dagsins er í hendi hvers klúbbs.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning