Rótarýdagurinn

10.1.2018

Rótarýdagurinn 2018

laugardaginn 24. febrúar

Rótarýdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. febrúar nk. Þá munum við taka höndum saman undir einu merki og kynna með sérstökum viðburðum, blaðaskrifum og annarri fjölmiðlaumfjöllun hvað Rótarý leggur af mörkum til samfélagsins og hvernig félagsstarfi í rótarýklúbbunum er háttað. 

Rótarýdagurinn er að þessu sinni haldinn undir yfirskriftinni „Látum rödd Rótarý heyrast“, sem er stefnumál núverandi alþjóðaforseta Rótarýhreyfingarinnar.
Undirbúningsnefndin hvetur til þess að á Rótarýdaginn verði gaumur gefinn að unga fólkinu í landinu og að samfélagið standi vörð um aðstæður þess, líðan og velferð.

Undirbúningsnefndin hvetur til þess að á Rótarýdaginn verði gaumur gefinn að unga fólkinu í landinu og að samfélagið standi vörð um aðstæður þess, líðan og velferð. Sjónum verði beint að netnotkum barna og unglinga og þeim ógnum sem af henni geta stafað. Nefndin telur að þetta málefni sé mjög tímbært að taka til ítarlegrar umfjöllunar á málþingum í heimabyggðum allra rótarýklúbba með þátttöku foreldra, starfsfólks skóla og annarra sérfræðinga. Samstarf við framhaldsskóla um verkefnið er mjög æskilegt. Vel færi á því að ungir og efnilegir tónlistar- eða leiklistarnemar kæmu einnig fram í dagskránni. 

Upplýsingar um dagskrá Rótarýdagsins á vegum klúbbanna eru birtar hér. Undirbúningsnefndin biður klúbbana um að senda sér dagskrárupplýsingar fyrir 30. janúar 2018 á netfangið rotarydagurinn@rotary.is

Tekið skal fram að undirbúningsnefndin gefur klúbbunum ekki fyrirmæli um dagskrá Rótarýdagsins. Það er á valdi klúbbanna sjálfra að ákveða hvernig þeir kjósa að kynna starfsemi sína og samfélagsverkefni þannig að það geti orðið klúbbunum til framdráttar og styrki ímynd Rótarý.

Á Rótarýdaginn 24. febrúar 2018 gefst klúbbfélögum um land allt einstakt tækifæri til að standa sameiginlega að öflugri kynningu á Rótarý. Hreyfingin þarf að efla tengslin við nærsamfélagið og kynna markmið sín og viðfangsefni með það að leiðarljósi að fá fleiri konur og karla á öllum aldri til þátttöku í skemmtilegu og gefandi félagsstarfi.


Markmið með Rótarýdeginum er:

  • að styrkja ímynd Rótarý í samfélaginu
  • að fá fleiri til að ganga til liðs við Rótarý
  • að vekja athygli á alþjóðaverkefnum Rótarý s.s. friðarnámsstyrkjum, útrýming lömunarveiki, byggingu vatnsbrunna og  skiptinemastarfi
Undirbúningsnefnd Rótarýdagsins:

  • Sigríður Johnsen, aðstoðarumdæmisstjóri, Rkl. Mosfellssveitar, formaður
  • Björgvin Örn Eggertsson, aðstoðarumdæmisstjóri, Rkl. Selfoss
  • Garðar Eiríksson, viðtakandi umdæmisstjóri, Rkl. Selfoss
  • Gísli B. Ívarsson, form. útbreiðslunefndar, Rkl Hof Garðabæ
  • Guðni Gíslason, kynningarstjóri umdæmisins, Rkl. Hafnarfjarðar
  • Markús Örn Antonson, ritstjóri rotary.is, Rkl. Rvík Breiðholt
  • Ragnar Jóhann Jónsson, aðstoðarumdæmisstjóri, Rkl. Akureyrar

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning