Rótarýdagurinn
Rótarýdagurinn 2016
27. febrúar 2016
Rótarýdagurinn verður haldinn í annað sinn laugardaginn 27. febrúar 2016 og eru allir klúbbar smáir sem stórir hvattir til að taka þátt í deginum.
Lagt er til að þema dagsins verði „Fjölmenning“ í víðu samhengi. Um leið og við vekjum athygli á okkar fjölmenningarsamfélagi vekjum við athygli á starfi Rótarý og höfum einkunnarorð Ravindran, alþjóðaforseta „Verum veröld gefandi að leiðarljósi.
Markmið með Rótarýdeginum er:
- að styrkja ímynd Rótarý í samfélaginu
- að fá fleiri til að ganga til liðs við Rótarý
- að vekja athygli á þeirri fjölmenningu sem er til staðar í nærumhverfinu
- að vekja athygli á alþjóðaverkefnum Rótarý s.s. friðarnámsstyrkjum, útrýming lömunarveiki, byggingu vatnsbrunna og skiptinemastarfi
- að vekja athygli á þeirri fjölmenningu sem er innan Rótarý, þar sem félagar frá mismunandi menningarheimum sameinast í einkunnarorðunum „Þjónusta ofar eign hag“.