Fréttir
  • Vinningshafar á gólfmóti 2012.

7.7.2012

Golfmót Rótarýklúbbs Sauðárkróks.

Hið árlega golfmót Rótarýklúbbs Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók í blíðskaparveðri fimmtudaginn 21. júní. Vel var mætt og spiluðu hátt í 40 manns níu holur.

Ágúst Guðmundsson sigurvegari á gólfmóti Rótarý 2012.

Nokkrir klúbbfélagar eru vanir golfleikarar en flestir óvanir og fer mótið þannig fram að vanur og óvanur spila saman og sá vani slær upphafshöggið. Félagar úr Golfklúbbi Sauðárkróks komu og fylltu upp í svo að allir Rótarýfélagar gætu tekið þátt í leiknum. Sigurvegari varð Ágúst Guðmundsson og hlaut hann farandbikar til varðveislu næsta árið en fyrst var spilað um hann 1995 og árlega síðan. Meðspilari Ágústs úr Golfklúbbi Sauðárkróks var Haraldur Friðriksson. Í öðru sæti varð Heimir Þór Andrason sem hafði að meðspilara Sævar Steingrímsson og í þriðja sæti Róbert Óttarsson en meðleikari hans var Ingvar Guðnason.