Fréttir
  • Ungmennaþjónusta

18.9.2011

Ungmennaþjónustan

- ný þjónustuleið Rótarý

Fimmta þjónustuleiðin

Þjónustuleiðir Rótarýhreyfingarinnar hafa lengst af verið fjórar, þ.e. klúbbþjónusta, starfsþjónusta, samfélagsþjónusta og alþjóðaþjónusta.  Á löggjafarþingi Rótarýtarýhreyfingar- innar sem haldið var í apríl 2010 var samþykkt lagabreyting og fimmtu þjón-ustuleiðinni bætt við, þ.e. ungmenna- þjónustunni (New Generation Service.)


Aukin áhersla á ungmennastarf

Rótarýhreyfingin hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á ungmenna- starf. Hún álítur það vera skylda hvers félaga að aðstoða ungu kynslóðina, allt ungt fólk yngra en 30 ára, við að bæta hæfni sína, til að tryggja sér betri framtíð og jafnframt að átta sig á því hve fjölbreyttar og ólíkar þarfir þeirra eru. 

Rótarýklúbbar eru hvattir til að vinna að þjónustuverkefnum með og fyrir ungt fólk.   Með því að samþykkja að taka upp hina nýju þjónustuleið er ekki verið að bæta við nýjum verk- efnum heldur sameina ungmen-nastarfið undir einn hatt, en því var áður skipt á milli samfélags- og alþjóðaþjónustunnar. Verið er að gera það enn sýnilegra en áður og gefa því meira vægi.  Þá leggur hreyfingin áherslu á að í öllu ungmennastarfi séu skýrar verklagsreglur til að fyrirbyggja  áreitni og kynferðislega mis-notkun. Nú er unnið skv. sam-ræmdum verklagsreglum sem um-dæmum er skylt að taka upp og fá samþykktar hjá Rotary Interna-tional. Reglur þessar eru aðgengi-legar á heimasíðunni rotary.is.

Ungmennaþjónustunefnd

Lagt er til að rótarýklúbbar hafi ungmennaþjónustunefnd sem eina af fastanefndunum 

Nefndin skal kynna fyrir klúbbfélögum og ungu fólki starf Rótarýhreyfingarinnar og þau verkefni sem hreyfingin vinnur að á þessu sviði svo sem nemendaskipti, sumarbúðir, námsstyrki, námshópaskipti, Rótaract o.fl. Nefndin skal hvetja félaga og ungmenni til þátttöku í þessu starfi og hafa yfirumsjón með þeim ungmennaverkefnum sem klúbburinn ákveður að ráðast í.

Grundvallarlög og sérlög klúbba

Ungmennaþjónustan hefur verið skilgreind í grundvallarlögum klúbba sbr. heimasíðu rotary.is. Lagt er til að í sérlögum klúbbanna verði verksviði nefndarinnar lýst svo: „Ungmennaþjónustan, fimmta þjónustuleiðin, staðfestir þær jákvæðu breytingar sem leiða af þátttöku unglinga og ungs fólks í leiðtogastarfi og þróun þess, þátttöku þeirra í þjónustuverkefnum heima– og heiman, og í gagnkvæmum skiptaverkefnum sem stuðla að og styrkja frið í heiminum og menningarlegan skilning.“

Sjá nánari í kynningarbæklingi Ungmennaþjónusta 2011


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning