Fréttir

12.3.2007

Sumarbúðir rótarý

Hér að neðan er listi yfir 22 boð í sumarbúðir í 9 löndum á vegum Rótary á komandi sumri (sjá einnig upplýsingar með almennum upplýsingum um sumarbúðirnar). 

Einnig er eitt boð fyrir tónlistarfólk á aldrinum 16 - 21 árs að dvelja í þrjár vikur og æfa með synfóníuhljómsveit ungs fólks í San Diego í Kaliforníu. Sjá listann, boð númer 23.

Þar að auki er eitt boð fyrir fatlað ungmenni 15 - 20 ára ásamt aðstoðarmanni, í sumarbúðir í Buckinghamshire á Englandi. Sjá listann, boð númer 24.

Vinsamlegast auglýsið í klúbbunum ykkar og sendið öllum klúbbfélögum með tölvupósti. Sendið mér tölvupóst eða hringið til að fá nánari upplýsingar um hvert og eitt þessara boða.

Á hverju ári hafa 3-7 ungmenni tekið þátt í einhverjum af þessum viðburðum og hafa undantekningarlaust verið mjög ánægð.

Frestur til að sækja um er "Fyrstur kemur - fyrstur fær".

 

Almennar upplýsingar

Eftirfarandi atriði eru sameiginleg:

 

Kostnaður:Þátttakendur greiða fargjald til og frá áfangastað og menn þurfa að hafa með sér vasapeninga fyrir einkaútgjöldum. Annað greiða gestgjafarnir svo sem mat, gistingu, skoðunarferðir o.s.frv. Í nokkrum tilfellum er farið fram á greiðslu, yfirleitt fyrir leigu á búnaði s.s. köfunarbúnaði, fjallahjóli o.s.frv. Þetta er tekið fram á listanum.

 

 Tími:U.þ.b. tíu dagar til tvær vikur. Mismunandi tímasetning.

 

Gisting:Oftast er gist aðra vikuna á heimili rótarýfélaga og hina vikuna í hótelum, gisti-eða farfuglaheimilum. Stundum er um eitthvað annað að ræða svo sem gistingu um borð í bátum.

 

Umsóknarfresturer mismunandi, allt frá miðjum mars til loka maí. Hins vegar er úthlutað eftir kerfinu "fyrstur kemur, fyrstur fær" þannig að mikilvægt er að bregðast skjótt við. Verið getur að fullskipað sé í einhverjar búðir þó umsóknarfresturinn sé ekki liðinn.

 

Aðeins einn þátttakandier frá hverju landi og því er þetta frábær leið til að kynnast ungu fólki frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Í hverjum hópi eru frá 10 - 18 manns. Unga fólkinu er boðið á rótarýfund þar sem það kynnir sig, afhendir og tekur við rótarýfána og segir frá hvaða landi það kemur.

 

Ef einhver hefur hug á að fá nánari upplýsingar um eitthvert af þessum tilboðum, vinsamlegast hafið samband við mig.

 

Hafi menn hug á að sækja um, þá geri ég það með tölvupósti til að athuga hvort laust sé í viðkomandi ferð og ef svo er, þá aðstoða ég við að ganga frá eyðublaði sem sendist til viðkomandi rótarýklúbbs.

 

Þessi tilboð eru fljót að fara, þannig að menn þurfa að bregðast skjótt við og "panta" strax ferð áður en einhver annar gerir það!

 

F.h. æskulýðsnefndar,

 

 

Halla Helgadóttir

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar

Æskulýðsnefnd íslenska rótarýumdæmisins

 

Netfang: h.helgadottir@gmail.com

Farsími: 664-1121

                                  

 

Listinn

 

Staðan

5. mars 2007

 

 

Sumarið 2007

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar:

Halla sími: 664 1121

 

Netfang: h.helgadottir@gmail.com

Nr.

Land

Aldur

Tími

Áherslur (texti úr kynningunum).

 

1

Belgía

 

17 ? 19 ára

23. júlí ? 5. ágúst

Belgium on the Borders. Menning, íþróttir (vatnaíþróttir, hjólreiðar og gönguferðir), heimsóknir á ferðamannastaði. Gisting á Rótaryheimilum.

2

Belgía

 

 

16 ? 18 ára

1. ? 14. júlí

Discover Belgium 2007. Skoðunarferðir í nágrenni Brussels, Antwerp, Bruges, the Flanders, the Ardennes, Waterloo. Gisting í farfuglaheimilum og á heimilum Rótarýfélaga.

3

Belgía

16 ? 17 ára

20. júlí ? 1. ágúst

On the Move in Flanders Belgium. Skoðunarferðir til mikilvægra staða í Belgíu.

 

4

Egyptaland

 

Kostn.  400?

16 ? 25 ára

 

14.  ?

28. júlí

Egypt: The Worlds Greatest Outdoor Museum. Stórkostlegasta útisafn heims! Alexandria, norður ströndin og Rauða hafið. Tveir þátttakendur frá hverju landi.

5

Egyptaland

 

Kostn.  400?

16 ? 25 ára

 

18.  ?

31. ágúst

Egypt: The Worlds Greatest Outdoor Museum. Stórkostlegasta útisafn heims! Alexandria, norður ströndin og Rauða hafið. Tveir þátttakendur frá hverju landi.

6

Finnland

16 ? 20 ára

22. júlí ?

3. ágúst

Adventure in the Forest. Fyrri vika á finnskum heimilum í Hameenlinna, 100- 140 km norður af Helsinki. Seinni vika í skógum Evo á Lammi héraði: Veiðar, göngur í skógi, kanó o.fl.

7

Finnland

 

 

Kostn. 20?

16 ? 18 ára

23. júlí ?

4. ágúst

Finnish Nature and Culture. Fyrri vikan hjá finnskum fjölskyldum í Oulu. Seinni vikan  í Syöte skógi í gönguferðum, á bátum. Verkefni í óbyggðum.

8

Finnland

18 ? 20 ára

29. júlí ?

11 ágúst

RYLA námskeið. (Rotary Youth Leadership Awards). Turku ? Lieto svæðið. Fyrri vikuna er gist hjá finnskum fjölskyldum. Seinni vikuna eru allir saman í Turku. Námskeið fyrir ungt fólk til að þroskast og þjálfast til leiðtogastarfa.

9

Finnland og Estonia

18 ? 20 ára

22. júlí ?

5. ágúst

World Heritage Camp. Fyrri viku gist á heimilum í Tallinn. Seinni vikuna er farið á Kihnu eyju sem er útnefnd á heimsminjaskrá UNESCO. Menning minnihlutahóps, náttúra og íþróttir við sjávarsíðuna.

 

10

Finnland

16 ? 20 ára

29. júlí ?

12. ágúst

International RYLA. Fyrri vika hjá finnskum fjölskyldum, seinni vika RYLA þjálfun fyrir unga verðandi leiðtoga. Hvernig á að nýta hæfileika sína, grundvallaratriði fyrir leiðtoga, að finna úrlausnir, byggja upp sjálfstraust og sjálfsmynd, alþjóðahyggja. Verkefni innandyra sem og utandyra í finnskum skógi.

11

Ísrael

 

 

Kostn. 180?

17 ? 22 ára

22. júní ?

1. júlí

Discover the Holy Land ? Israel from South to North. Létt ?Survivor? í eyðimörkinni. Gist í tjöldum og áhersla lögð á að læra á eyðimörkina og allt sem í henni býr.

12

Spánn

 

 

 

 

17 ? 19 ára

1. júlí ?

15. júlí

Black Ceramics at the Ceramics School in Avilés. Á morgnanna eru tímar þar sem kennt er að vinna með black ceramic í leirkeraskóla á norð-vestur Spáni. Eftir hádegi eru ferðir til þekktra staða svo sem Gijón, Oviedo o.s.frv. Gist á farfuglaheimili.

13

Sviss

 

 

Kostn: hjólaleiga ef þarf.

19 ? 24 ára

21. júlí ?

4. ágúst

Experience Switzerland by Bike. Tveggja vikna hjólreiðaferð um austurhluta Sviss (Zurich-Glarus ? Thusis ? Liechtenstein ? Lake of Constance ? Weinfelden ? Zurich) og skoðaðir sögulegir og menningarlegir staðir. Sund, riverrafting, gönguferðir o.fl. Aðeins fyrir vana hjólreiðamenn. Gist á farfuglaheimilum.

14

Sviss

 

Kostn. 200CHF

16 ? 19 ára

22. júlí ?

4. ágúst

The Way of Life in the Heart of Switzerland. Náttúran, fólkið, lífið í hjarta Sviss. Skoðunarferðir og áhugaverð dagskrá til að kynnast landi og þjóð.

15

Sviss

 

 

Kostn. 750 ?

15 ? 19 ára

7. ? 21. júlí

?Thomas Kaiser? Alpine Climbing Camp. Tvær ævintýravikur í Valais í svissnesku Ölpunum. Kennsla í fjallaklifri og ísklifri. Gróður, fuglalíf, jarðfræði. Atvinnuleiðsögumenn.

16

Tékkland

 

 

Kostn: hjóla-leiga: 60?

16 ? 18 ára

30. júní ? 14. júlí

Biking, Hiking and Sightseeing in Bohemian Moravian Highland. Hjólreiðatúr í gegnum skóg og sveitavegi. Gönguferðir, íþróttir, skoðunarferðir um sögulega staði. Ferð til Prag. Þátttakendur þurfa að ráða við 40 km hjólreiðum á dag. Gisting á heimilum, farfuglaheimilum og gistiheimili.

17

Tyrkland

15 ? 18 ára

1. ? 15. júlí

Reykingar bannaðar.

The Beauties of Istanbul. Kynnist menningu og sögu Tyrklands og náttúru í hópi ungmenna frá Tyrklandi og mörgum öðrum löndum. Gisting á heimilum.

18

Tyrkland

15 ? 16 ára

16. júlí ?

1. ágúst

 

 

 

Reykingar bannaðar.

Outdoor and Sports Camp at Mt. Uludag. Fyrsti og síðasti dagur í Istanbul. Fjórtán dagar á milli á hóteli við fjallið Uludag sem er í 4 tíma keyrslu frá Istanbul. Íþróttir (körfubolti, fótbolti, hockey, bogfimi, hornabolti, borðtennis) og úti í náttúrunni (gönguferðir, klifur, fiskveiðar, fyrstahjálp ofl.), handverk og listir, internetklúbbur, ljósmyndaklúbbur, líffræðiklúbbur, dans og leiklistarklúbbur, skoðunarferðir. Hægt að lengja dvöl, allt til 16. ágúst.

 

19

 

Tyrkland

 

Reykingar bannaðar.

Kostn. 220?

 

18 ? 22 ára

 

1. ? 15. júlí

 

 

 

Istanbul Sailing Camp. Siglingar. Þar sem sagan mætir nútímanum. Sund, skoðunarferðir, heimsóknir á söfn, verkefni úti í náttúrunni, kynnist lífi og menningu Tyrkja.

20

Tyrkland

 

Reykingar bannaðar.

16 ? 20 ára

22. júlí ? 12. ágúst

 

The Cradle of Civilisations. Fyrsta vika í Ankara, önnur vika í Bursa og sú síðasta í Istanbul. Skoðunarferðir til Iznik og Göreme. Sund, skoðunarferðir, söfn og fróðleikur í Istanbul.

21

Tyrkland

Reykingar bannaðar.

Kostn. 150? + matur.

18 ? 30 ára

3. ?

13. sept.

 

Bird Watching in Istanbul. Fuglaskoðun í Bosphorus í miðri Istanbul sem er staður þar sem hundruð þúsunda farfugla fljúga yfir á ári hverju. Gisting á hóteli.

22

Tyrkland

 

Reykingar bannaðar.

 

 

 

Kostn.   220?

18 ? 23 ára

15. - 24. júlí

 

24. júlí?

2. ágúst

 

2.?11. ágúst

 

11.-20. ág.

Belec Sea Turtle Camp, Caretta Caretta. Skjaldbökurannsóknir.

Þátttakendur verða hluti af rannsóknarhóp EKAD Ecological Research Society. Skoðaðar skjaldbökur í umhverfi sínu og á rannsóknarstofu. Sjá heimasíður:

www.ekad.org

http://www.strt.hacettepe.edu.tr/english/intro.htm

Gisting á heimavist háskóla.

23

San Diego Kalifornía USA

 

Kostn. 100US$

16 ? 21 árs

29.(28) júní

- 21. júlí

Annual Music Camp in San Diego. Aðeins fyrir lengra komna unga tónlistarmenn. Aðeins sérstaklega tilgreind hljóðfæri. Sjá nánari upplýsingar. Æft er með ungu fólki í San Diego Youth Symphony og haldnir tónleikar. Æfingar fyrri hluta dags og skoðunarferðir og ýmislegt skemmtilegt seinni hluta dags.

Umsækjendur sendi tónlistardisk með leik sínum fyrir 15. apríl.

24

England

15 ? 20 ára

25. ágúst ? 1. sept.

HANDICAMP. Búðir fyrir fatlaða  með aðstoðar-mann. Ýmis verkefni og samvera. Þjálfun leiðtoga-hæfileika og sjálfstraust.

 



 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning