Fréttir
  • PolioPlus 27feb 2012

2.3.2012

1.000.000 kr framlag til lokabaráttunnar við lömunarveikina

Úthlutun úr verðlaunasjóði

Góðir gestir veittu framlaginu móttöku á fundi Rkl. Göðrum 27. febrúar.

Á fundi Rótarýklúbbsins Görðum 27. febrúar kom góðir gestir með umdæmisstjórann Tryggva Pálsson í broddu fylkingar. Auk hans þau; Knútur Óskarsson (Rkl. Mosfellsbæjar) formaður stjórnar Polio Plus í íslenska umdæminu, Rannveig Gunnarsdóttir (Rkl Reykjavík Miðborg), Ólafur Helgi Kjartanson (Rkl. Selfoss) formaður Rótarýsjóðsnefndar umdæmisins og Þorsteinn G. Gunnarsson (Rkl. Reykjavík, Breiðholt), einnig úr stjórn Rótarýsjóðsnefndarinnar.

Forseti gaf Axel Gíslasyni formanni stjórnar verðlaunasjóðs Rótarýklúbbsins Görðum orðið.  Axel fór yfir helstu markmið sjóðsins samkvæmt skipulegsskrá,  en til sjóðsins var stofnað var til 1987.  Axel las upp nýlega samþykkt stjórnar: “Stjórn Verðlaunasjóðsins hefur ákveðið, í samræmi við 2. gr. Skipulagsskrár sjóðsins og í samstarfi við klúbbinn, að veita sérstakt fjárframlag til stuðnings PolioPlus verkefni Rótarýhreyfingarinnar til að ljúka .  Framlagið nemur kr. 600.000.-  Þá veitir Rótarýklúbburinn Görðum einnig framlag til sama verkefnis að fjárhæð kr. 400.000.-.  Þannig að heildar fjárframlag beggja aðila nemur 1.000.000.- króna.  Framlag þess verður afhent umdæmisstjóra á klúbbfundi í dag og verður heildarframlagið merkt klúbbnum í skrá Rotary Fondation.”  

Að því búnu afhenti Axel Tryggva framlagið formlega.  Umdæmisstjóri þakkaði fyrir höfðinglega gjöf og sagði að eitt að þremur áherslumarkmiðum starfsársins hefði einmitt verið myndarlegt framlag umdæmisins til lúkningar á Polioplús verkefnis Rótarýhreyfingarinnar.  Framlagið sýndi í verki   þjónustu ofar eigin hag.  Ólafur Helgi Kjartansson fékk orðið og sagði frá því að framlag Rkl. Görðum hefði nærfellt tvöfaldað söfnunarfé umdæmisins og þakkaði sérstaklega samstarfið við Axel í söfnun fjár til þessa verkefnis í mörg ár, en Ólafur gat þess að yfir 20 ár væru síðan fyrstu framlög hefðu runnið til baráttunnar við lömunarveikina.  Árangur þessa starfs Rótarýhreyfingarinnar á alheimsvísu hefur skilað miklu og stutt í að veikinni verður alfarið útrýmt.