Fréttir
  • Kenneth R Boyd í ræðustól

16.10.2011

Umdæmisþing í efsta flokki

Fulltrúi heimsforseta hæstánægður með umdæmisþingið

Kenneth R. Boyd, RI Director og fulltrúi heimsforseta sagði í lok hátíðarkvöldverðar í Kolabrautinni, þetta þing flokkast með allra bestu þingum sem hann hefur setið. Sagði hann þingið hafa verið mikla upplifun með söng, leikþáttum og fyrirlestrum í topp klassa. Sagðist hann hafa skynjað þingfulltrúa sem leiðtoga sem nú ættu það verkefni að sækja enn fleiri leiðtoga út í þjóðfélagið til að starfa undir merkjum Rótarý.

Almenn ánægja var með þingið og andinn var góður, góðar umræður, ekki síst manna á meðal auk þess sem þingstörfin voru krydduð með glæsilegri menningardagskrá. Myndir frá þinginu má finna hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning