Fréttir

30.8.2017

Umdæmisþingið í Mosfellsbæ 6. og 7. október n.k.

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október n.k. Félagarnir í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar vonast til að sjá sem flesta rótarýfélaga og maka koma til þeirra í Mosfellsbæinn og sækja þingið. Ekkert verður til sparað til að gera heimsóknina skemmtilega og eftirminnilega. Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum og er það von gestgjafanna að þinggestir njóti samverunnar vel. Forsetafrúin Eliza Reid verður einn af fyrirlesurum á þinginu. Kynningarblað umdæmisþingsins verður sent til dreifingar í klúbbunum um miðjan september.

"Á starfsári mínu sem umdæmisstjóri mun ég leggja áherslu á ákveðið þema sem ég hef valið, ” segir Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri Rótarý 2017-2018.

 ”Þemað er: „Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“, sem tekið er úr þekktum íslenskum dægurlagatexta eftir Vilhjálm Vilhjálmsson og Jóhann Helgason. Þarna er verið að leggja áherslu á að farsæl framtíð lands og þjóðar og þeirrar veraldar sem við lifum í er tengd framtíð barna okkar í flóknu samfélagi, velferð þeirra, vellíðan og aðgengi að góðum aðstæðum, uppeldi og menntun. Verður lögð áhersla á notkun þeirra á samfélagsmiðlum, áhrif þeirra og fleira. Tengist þetta beint við áherslur Rótarý í mannúðar-, umhverfis- og friðarmálum, segir Knútur Óskarsson umdæmisstjóri.

                                                                              Hjónin Guðný Jónsdóttir og Knútur Óskarsson

           Eliza Reid




Þingstaðurinn: Framhaldsskóli Mosfellsbæjar. Setningin fer fram í golfskálanum.


Breyting hefur verið gerð á dagskrá frá fyrri árum og er það gert til að mæta óskum um samfelldari dagskrá.  Föstudaginn 6. október kl 17:00 hefst afhending þinggagna í nýja golfskálanum Kletti. Síðan er móttaka, þingsetning og rótarýfundur í beinu framhaldi en þar mun frú Eliza Reid halda erindi.

Þinghaldið byrjar á laugardegi í FAMOS, Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.                                                                                           

Hefðbundin þingstörf verða fyrir hádegi en fræðsla og tónlist eftir hádegi. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor, flytur erindi tengt þema umdæmisstjóra. Makadagskrá verður fyrir hádegi og allir borða saman í hádeginu. Lokahófið verður í Hlégarði og endar á góðu sveitaballi. Sjá myndband


                                                                                         Inga Dóra Sigfúsdóttir      

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning