Fréttir

3.2.2008

Alþjóðlegur sýndarfundur í rótarýklúbbi Grafarvogs

Miðvikudaginn 31. janúar var haldinn "öðruvísi" fundur í Grafarvogskirkju, fundarstað rótarýklúbbs Grafarvogs. Þetta var það sem kallast myndi "virtual" fundur eða sýndarfundur. Fundurinn fór fram með aðstoð nýjustu tækni, Skype og hann sóttu rótarýfélagar m.a. frá Englandi, Írlandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi og USA sem allir eru félagar í ROTI, Rotarians on the Internet og/eða ICUFR, International Computer Users Fellowship of Rotary. Þetta fólk er duglegt að hittast á netinu og skiptast á skoðunum varðandi rótarýstarfið og hafa myndast skemmtileg samfélög á þann hátt.

Margir hafa skráð sig á Rotarians on Skype síðuna sem finna má á þessari yfirlitssíðu www.rotilink.org og hafa Skype opið hjá sér þegar tækifæri gefst til að spjalla.

Í stuttu máli sagt, er frábært að geta haldið fundi sem þessa og kynnst alþjóðastarfinu og rótarýfólki erlendis og þó fundurinn í Grafarvoginum yrði heldur styttri en ætlað var vegna þess að netið í kirkjunni var ekki alveg eins og búist hafði verið við ? er ljóst að þetta verður endurtekið.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning