Fréttir

17.12.2014

Aðventukvöld - Paul Harris viðurkenningar

Rótarýklúbbur Selfoss heiðrar þrjá félaga

Á aðventukvöldi Rkl. Selfoss 17. des var þremur félögum veittar Paul Harris viðurkenningar fyrir gott starf, þeim Óla Þ. Guðbjartssyni, Einari Elíassyni og Jóni Guðbrandssyni.

Rkl. Selfoss hélt sitt árlega aðventukvöld á Hótel Selfossi 17.des. Forseti Björgvin Eggertsson gat þess að stjórn Rkl. Selfoss hefði á fundi sínum ákveðið að heiðra þrjá félaga með Paul Harris viðurkenningu, fyrir langt og giftusamt starf í þágu klúbbsins. Þessir hlutu viðurkenningu: Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrv. skólastjóri, gerðist félagi 05.11.74 eða fyrir 40 árum. Óli var forseti 1981-1982. Fékk hann afhenta Diplómu og barmmerki því til staðfestingar. Einar Elíasson, fyrrv. iðnrekandi, gerðist félagi 17/01/84 eða fyrir 30 árum. Einar var forseti 1989-1990. Hann var PH félagi og fékk nú barmmerki með safír. Jón Guðbrandssson, fyrrv. dýralæknir, gerðist félagi 27/10/64 eða fyrir 50 árum. Jón var forseti 1973-1974. Jón var PH félagi og fékk nú barmmerki með safír. Var þeim félögum þökkuð góð störf í þágu klúbbsins á umliðnum árum með lófataki.