Fréttir frá Rótaryklúbbnum Borgum Kópavogi.
Í mánuðinum fór fram stjórnarkjör að undangengnu forvali eins og lög gera ráð fyrir.
Í mánuðinum fór fram stjórnarkjör að undangengnu forvali eins og lög gera ráð fyrir.
Næsta stjórn verður þannig skipuð:
Anna Stefánsdóttir forseti
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir ritari
Jónína Stefánsdóttir gjaldkeri
Kristján H. Guðmundsson verðandi forseti
Ágúst Guðmundsson stallari.
Flutt hafa verið þriggja mínútna erindi á öllum fundum. Eru þau af ýmsum toga, ýmist slegið á létta strengi eða þau eru á alvarlegri nótum. Þau eiga það þó sammerkt að vera góð og vel flutt.
Til okkar komu bráðskemmtilegir fyrirlesarar í mánuðinum. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur flutti fyrirlestur um rjúpuna, sem hann kallaði: ,,Hvít með loðnar tær" og Árni Björnsson nefndi erindi sitt ,, Dularfullir hlutir í fortíð og nútíð".
Síðast en ekki síst var heimsókn Ellenar Ingvadóttur umdæmisstjóra og Ólafs Helga Kjartanssonar formanns Rótarysjóðsins. Ellen talaði um Rótary vítt og breitt og skreytti mál sitt hnyttyrðum, gamansögum og glettni, eins og henni einni er lagið.
Ólafur Helgi sagði svo nokkur orð um Rótarysjóðinn og lagði áherslu á hve mikið væri hægt að gera fyrir þann pening, sem safnaðist og benti á að leiðir fjárins á áfangastað væru tryggar.