Fréttir
Nýtt mánaðarbréf umdæmisstjóra
Bréfið hefur verið sent forsetum og riturum rótarýklúbbanna. Í því eru ýmsar ábendingar til embættismanna klúbbanna vegna stjórnarskipta sem framundan eru í upphafi nýs starfsárs hinn 1. júlí n.k. Bréfið er jafnframt birt hér á heimasíðu umdæmisins til þess að allir rótarýfélagar geti kynnt sér efni þess. Í bréfinu fjallar Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri, m.a. um framlög í Rótarýsjóðinn, fjölgun rótarýfélaga, löggjafarþing Rótarý og störf umdæmisráðs og skrifstofu umdæmisins.

