Nr. 2606 hleypur með rótarýmerkið á bakinu
Hlaupari nr. 2606 er Guðni Gíslason, aðstoðarumdæmisstjóri og félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Hann er 53 ára og byrjaði að hlaupa af nokkurri alvöru í janúar á síðasta ári með öflugum Hlaupahópi FH. Hann hefur hlaupið 10 km á um 45 mínútum og stefnir að því að hlaupa hálft maroþon á 1 klukkustund og 45 mínútum en þetta verður í fyrsta sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon.
En það eru fleiri sem hlaupa fyrir Rótarý. Alls eru 11 skráðir en 9 þeirra hefur tekist að safna einhverjum áheitum. Stórhlauparinn Kári Steinn Karlsson hefur safnað 47.000 kr., Jóhanna Björg Hansen hefur safnað 9.000 kr., Ísleifur Örn Sigurðsson og Krstján Hjálmar Ragnarsson hafa safnað 7.000 kr. hvor, Anna Þuríður Pálsdóttir hefur safnað 1.500 kr., Sigurður Ármann Snævarr hefur safnað 1.000 kr. og Bjarni Páll Pálsson hefur safnað 500 kr. Enn er vonast til að fleiri áheit berist og ekki síst á Bala Murughan Kamallakharan og Þorstein Þorgeirsson sem einnig eru skráðir undir Rótarý á Íslandi.
Til að styrkja er farið á þessa slóð: http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/610174-3969 Þá er smellt á nafn viðkomandi keppandi og leiðbeiningum fylgt við greiðslu. Ath. bæði er hægt að styrkja með SMS (500, 1000 eða 2000 kr.) en einnig með því að láta taka af greiðslukorti.