Fréttir

31.5.2007

Rótarýklúbburinn Straumur 10 ára - fundur fluttur til

Þann 5. júní eru 10 ár liðin síðan Rótarýklúbburinn Straumur var stofnaður. Klúbburinn fagnar afmælinu með látlausum afmælisfundi á afmælisdaginn í Golfskála Keilir á Hvaleyri kl. 7 árdegis og flytur fundartímann frá fimmtudegi til afmælisdagsins.

Forseta móðurklúbbsins, Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar er boðið ásamt forseta klúbbsins stofnárið og umdæmisstjóranum þáverandi og núverandi umdæmisstjóra.

Forseti klúbbsins er Sigrún Þorgrímsdóttir.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning