Fréttir
Rótarýklúbburinn Straumur 10 ára - fundur fluttur til
Þann 5. júní eru 10 ár liðin síðan Rótarýklúbburinn Straumur var stofnaður. Klúbburinn fagnar afmælinu með látlausum afmælisfundi á afmælisdaginn í Golfskála Keilir á Hvaleyri kl. 7 árdegis og flytur fundartímann frá fimmtudegi til afmælisdagsins.
Forseta móðurklúbbsins, Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar er boðið ásamt forseta klúbbsins stofnárið og umdæmisstjóranum þáverandi og núverandi umdæmisstjóra.
Forseti klúbbsins er Sigrún Þorgrímsdóttir.