Fréttir
Hátíðartónleikarnir verða endurteknir!
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka hátíðartónleika Rótarý sunnudaginn 8. janúar kl. 20. Þeir rótarýfélagar sem þegar eru á biðlista geta nú vitjað miða sinna eða gengið frá greiðslu þeirra. Miðasala Salarins verður opin daglega kl. 9-16 til og með fimmtudegi 22. desember og síðan aftur á nýju ári frá þriðjudeginum 3. janúar. Sími 5700400. Þá daga sem miðasalan verður lokuð verður hægt að senda inn pantanir í tölvupósti (salurinn@salurinn.is) og tryggja sér þannig miða áður en sala heldur áfram eftir áramót.