Ævintýraleg ferð
?Hugmyndin varð til þannig að vinur minn einn, Per Ove Kjellborn, klúbbmeistari IFMR í Svíþjóð, heimsótti mig fyrir tveim árum. Í þeirri heimsókn ræddum við um eitt og annað og meðal annars spurði hann mig hvort ekki væri upplagt að skipuleggja alþjóðlega mótórhjólaferð fyrir IFMR. Þessi spurning dugði til að kveikja hjá mér áhugann og nú í sumar varð ferðin að veruleika? segir Björn Tryggvason, rótarýklúbbi Grafarvogs en hann er klúbbmeistari fyrir Ísland í mótórhjólaklúbbi rótarýmanna. ?Þessi ferð breyttist svo reyndar í að vera norræn ferð,? bætti Björn við.
Þetta var ævintýraleg ferð og mun væntanlega seint gleymast. Enda ekki á hverjum degi sem 25 mótórhjól koma með Norrænu til Íslands og stæltir og stæðilegir, miðaldra rótarýmenn hjóla í tvær vikur um land miðnætursólarinnar.
Ævintýraleg ferð
?Hugmyndin varð til þannig að vinur minn einn, Per Ove Kjellborn, klúbbmeistari IFMR í Svíþjóð, heimsótti mig fyrir tveim árum. Í þeirri heimsókn ræddum við um eitt og annað og meðal annars spurði hann mig hvort ekki væri upplagt að skipuleggja alþjóðlega mótórhjólaferð fyrir IFMR. Þessi spurning dugði til að kveikja hjá mér áhugann og nú í sumar varð ferðin að veruleika? segir Björn Tryggvason, rótarýklúbbi Grafarvogs en hann er klúbbmeistari fyrir Ísland í mótórhjólaklúbbi rótarýmanna. ?Þessi ferð breyttist svo reyndar í að vera norræn ferð,? bætti Björn við.
Þetta var ævintýraleg ferð og mun væntanlega seint gleymast. Enda ekki á hverjum degi sem 25 mótórhjól koma með Norrænu til Íslands og stæltir og stæðilegir, miðaldra rótarýmenn hjóla í tvær vikur um land miðnætursólarinnar.
Björn segir skipulagninguna hafa verið allnokkra. ?Fyrst varð auðvitað að ákveða hvernig best var að ferðast hingað og varð Norræna fyrir valinu af ýmsum ástæðum. Þá var spurning um lengd ferðarinnar því annað hvort þurfti að velja eina eða tvær vikur, vegna farartíðni skipsins. Það sást fljótt að ein vika væri of lítið og þar með var búið að ákveða þann þátt. Úr því var verkum skipt á þá sem stóðu að skipulagningu en við Hlífar Þorsteinsson sem er í rótarýklúbbnum á Neskaupsstað sáum um það að mestu. Þar fyrir utan var ég í miklu sambandi við Björn Viggósson sem er í mínum klúbbi og Ragnar Gunnarsson í Keflavík.
Það þurfti að finna hæfilegar vegalengdir og hótel sem pössuðu við ferðina og okkur. Líka ákveða hvar átti að borða og hvað og hafa samband við hina og þessa rótarýfélaga út af stoppum í þeirra heimabyggð.?
Gistikostnaður á mann var frá 70-95 þúsund. Ferjan til landsins var um 50 þúsund og þá vantar að koma sér til Hanstholm eða Bergen og aftur heim. Heildarferðatíminn var fjórar vikur fyrir all nokkra. Auk þess vantar megnið af matnum. Björn telur að heildarkostnaður á haus hafi verið um 200 þúsund krónur þegar allt var talið en hingað til lands komu 32 manns í allt að utan og hér heima bættust 6 manns við eða 3 pör.
Ferðin
Ferðin hér heima hófst á því að Björn Tryggvason og Björn Viggósson fóru austur um til að taka á móti ferðalöngum ásamt eiginkonum sínum. Þeim seinkaði vegna veðurs en hittu Hlífar og hans frú á Egilsstöðum. Þau fylgdust að yfir Fjarðarheiði í eins stigs hita og niður á Seyðisfjörð þar sem hitinn var ágætur, en snjóað hafði á heiðinni daginn áður.
?Það hafði orðið tveggja tíma seinkun vegna veðurs og þegar fólkið kom í land var matarlystin í minna lagi,? segir Björn og glottir við. ?En fólk var fljótt að jafna sig og við fórum yfir heiðina og á móti okkur tók rótarýklúbburinn á Egilsstöðum sem sýndi okkur skógarlundinn sem þeir hafa verið að planta í og gáfu okkur kaffi. Hinsvegar var fólk ekki til stórátaka þar sem það var lúið eftir ferðalagið svo við létum Kárahnjúka eiga sig og létum duga að kíkja á Skriðuklaustur og Valþjófsstað áður en haldið var á hótelið þar sem við fengum kvöldverð og fólk hristi sig saman. Morguninn eftir fórum við yfir Möðrudalsöræfin, fengum kaffi og með því og skoðuðum kirkjuna hans Jóns Stefánssonar sem hann reisti til minningar um konu sína.?
Minnisstæð máltíð
?Við komum á Grímsstaði og þar beið okkur jólamatur. Hangikjöt, upstúf og grænar baunir. Fáni blakti við hún, veðrið var hreint himneskt og húsráðendur búnir að skreyta pallinn með íslenskum jurtum. Þessi móttaka var hápunktur ferðarinnar hjá mörgum enda mjög persónuleg og sérstök.?
Eftir hádegið var ekið yfir eyðimörkina í frábæru veðri og einhver hafði á orði að líklega væri þetta besti mótórhjólavegur í Evrópu. Næst var farið að Mývatni og þaðan að Goðafossi og gist á Akureyri næstu tvær næturnar. Á Akureyri var ýmislegt gert en tíminn frjáls. Við áttuðum okkur á því þarna að líklega væri lambakjöt fulloft í matinn og kannski hefði átt að skipuleggja það betur og vera afskiptasamari.?
Á Blönduósi hitti hópurinn fjölskyldu Ragnars Gunnarsson en faðir hans er félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur og afi hans einn af stofnendum hans. Móðir Ragnars er fyrrum umdæmisstjóri Inner Wheel. Þar var boðið heim í flatkökur og hangikjöt. Þaðan var farið yfir í Miðfjörð þar sem Grettir Ásmundarson bjó ásamt móður sinni. Móðir Hlífars tók á móti ferðalöngunum með sykur- og rjómapönnukökum og Þorvaldur bóndi á Ytra-Bjargi gerði Grettissögu lifandi fyrir þeim.
Borgarnes
?Planið var að fara í Baulu í Borgarfirði og fá þar skyr og rjóma. Það gekk eftir og við hittum Snorra fyrrum umdæmisstjóra. Einn ferðalanga hafði verið umdæmisstjóri um leið og hann og þeir áttu gott spjall . Við ókum svo í Stykkishólm þar sem gist var eina nótt. Daginn eftir var Snæfellsnesið skoðað, Fróðárárheiði og Arnarstapi, allt í frábæru veðri. Gist var á Hótel Hamri. Að morgni var ekið suður og auðvitað um Hvalfjörðinn sem er geysilega skemmtilegur mótorjólavegur. Lítil sem engin umferð og útsýnið frábært.
Það var svo tekinn smá útúrdúr inn að Þingvöllum þar sem þjóðgarðsvörður tók á móti okkur og sagði frá sögu staðarins og náttúru. Það teygðist ofurlítið á heimleiðinni þar sem einhverjir villtust á Nesjavallaleið en það reddaðist auðvitað. Nú var komin miðvikudagur og þurfti að hafa hraðar hendur að koma fólki í hús þar sem mæta átti á fundi í Grafarvogsklúbbnum klukkan rúmlega 6. Eftir frábæran fund kíktu margir heim til mín í kaffi og svo fór hver til síns heima að sofa.?
Reykjavík og nágrenni
Á fimmtudeginum var móttaka hjá borginni og tók Júlíus Vífill á móti hópnum. Þannig vildi til að í Reykjavík var norrænt biskupamót og hittu margir félaganna biskupinn sinn og urðu fagnaðarfundir. Komið var við á Bessastöðum, Saltfisksafnið í Grindavík skoðað og svo farið í Bláa lónið. Eftir það var haldið á rótarýfund í Keflavík. Það þótti sæta tíðindum að þegar eitt hjólið bilaði, var tekinn upp sími og skömmu seinna kom Björn Viggósson með mótorhjólabílinn sinn og bjargaði málum. Ekki stórmál þótti Íslendingum en öðrum fannst þetta merkilegt og snöfurmannlega að verki staðið. Menn höfðu orð á því að ef hjól bilaði, væri best að hafa það á Íslandi. Hér væri auðvelt á fá málum reddað.
Heimsókn alþjóðaforsetans
?Það hafði verið gert ráð fyrir frjálsum föstudegi en þegar fréttist af heimsókn alþjóðaforseta var skipulaginu breytt snarlega á þann veg að við kæmum á alþjóðafundinn á Hótel Sögu og meira að segja á hjólunum í fullum herklæðum. Við vorum til í það og langflestir heimsótti Wilfred. Heimsóknin tókst afskaplega vel og það þótti flott að sjá okkur koma á hjólunum að hótelinu. Svo var lagt af stað snemma á laugardagsmorgun og stoppað við Kerið og þaðan ekið að Geysi þá Gullfoss. Skálholt skoðað og stoppað í Gunnarsholti. Þar var Sveinn Runólfsson og reyndar eina rigningin sem við fengum á leiðinni. Sveinn þakkaði okkur fyrir að koma með langþráða vætu með okkur. Byggðasafnið á Skógum var skoðað og Þórður safnstjóri talaði og söng eins og honum einum er lagið. Svo var gist á Klaustri eina nótt.
Auðvitað var Skaftafell skoðað og siglt á Jökulsárlóni og veðrið hélt áfram að leika við okkur.?
Lokadagar
Á Höfn gisti hópurinn á Hótel Eddu og svo var ekið áfram og komið við hjá Petru með steinasafnið. Rótarýklúbbur Neskaupsstaðar og Hlífar stóðu fyrir siglingu á Norðfirði og var grillað á bátnum í Mjóafirði.. Miðvikudaginn 11. júli var frí og sumir gengu þá út í Páskahelli, aðrir fóru á Kárahnjúka og svo framvegis.
Síðasta kvöldmáltíðin var dálítið tregablandin.
?Ferðin hafði tekist alveg óskaplega vel og ljóst að lífstíðarvinátta hafði skapast meðal karla og kvenna. Fólk faðmaðist og kysstist þegar kom að kveðjustund morguninn eftir og eftir situr minning um frábæra daga og vini,? sagði Björn að lokum.
Myndir úr ferðinni má sjá hér: