1149 atburðir skráðir í nýja Félagkerfið
Nú þegar hafa 1149 atburðir verið skráðir í nýja Félagakerfi Íslenska Rótarýumdæmisins sem allir rótarýklúbbar nýta. Þá hafa 985 greinar verið skrifaðar inn á heimasíður umdæmisins og klúbbanna. Kynning á kerfinu var haldið fyrir verðandi forseta og ritara í gær.
Félagatal allra rótarýklúbba er nú hluti af fullkomnu Félagakerfi sem tekið hefur verið í notkun. Þar skrá nú klúbbarnir fundi sína og dagskrá þeirra og kerfið sendir síðan sjálfvirkt út fundarboð til allra félaga sem eru með netfang.
Þar er mæting félaganna skráð og allir félagar hafa aðgang að kerfinu þar sem þeir geta flett í gegnum félagakerfið, skoðað mætingu sínu og uppfært upplýsingar um sjálfa sig.