Fréttir

31.5.2005

Sigraði í smásagnasamkeppni rótarýklúbbanna í Kópavogi

Rótarýklúbbarnir í Kópavogi héldu upp á 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar á þessu ári með ýmsum hætti. M.a. var efnt til smásagnasamkeppni meðal grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk. Veglegum verðlaunum var heitið; ferðatölvu, peningum og bókum og varð þátttaka mjög góð.

20. maí sl. var boðið til fagnaðar í Listasafni Kópavogs og verðlaun afhent.

Ásta Lovísa Arnórsdóttir les verðlaunasögu sína ?Til heiðurs hinum föllnu? í Gerðasafni í Kópavogi


1. verðlaun hlaut Ásta Lovísa Arnórsdóttir, nemandi í 8. bekk Kópavogsskóla fyrir söguna ?Til heiðurs hinum föllnu?.
2. verðlaun hlaut Þórdís Björt Sigþórsdóttir, nemandi í 10. bekk Kársnesskóla og 3. verðlaun hlaut Bjarni Þór Sigurbjörnsson, nemandi í 10. bekk Smáraskóla.
Að mati dómnefndar áttu tvær smásögur að auki viðurkenningu skildar, en þær áttu Sunna Rós Agnarsdóttir og Arnór Ingi Hjartarson, bæði í 10. bekk Lindaskóla. Gylfi Gröndal  kynnti niðurstöður dómnefndar en forsetar rótarýklúbbanna afhentu verðlaunin.
Verðlaunasöguna ?Til heiðurs hinum föllnu? las síðan höfundur af stakri prýði.  


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning