Af Rótarýklúbbnum Görðum - Fréttaskot
Þegar ný stjórn tók við í Rótarýklúbbnum Görðum á miðju sumri sem leið einsetti hún sér að eyða púðri í að hlúa að innra starfi í klúbbnum.
Félagarnir hittast í Skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7 í Garðabæ á mánudögum kl. 12:15 og njóta úrvals fæðu frá Pottinum og Pönnunni. Leitast er við að hafa léttleika í fyrirrúmi á fundunum og fundarmenn hafa fullt leyfi til að taka sig sjálfa ekki of hátíðlega enda hefur sannast á liðnum árum að fjöldi húmorista er í klúbbnum. FRÉTTASKOT er fastur liður í dagskrá hvers fundar sem gefur Rótarýfélögum stutt tækifæri til að létta á sér og lofa öðrum að njóta. Og ekki skaðar að FRÉTTASKOTIÐ er ókeypis!