Fréttir
  • Nýr félagi, Gunnar Björn Rögnvaldsson.

8.6.2012

Nýr félagi.

Fimmtudaginn 7. júní var fundur í Rótarýklúbbi Sauðárkróks

Fimmtudaginn 7. júní var fundur í Rótarýklúbbi Sauðárkróks og var hann að þessu sinni haldinn í Sauðárkróksbakarí. Það var félags- og starfsgreinanefnd sem hélt fundinn. Hann byrjaði á því að farin var skoðunarferð um bakaríið undir leiðsögn eigandans og Rótarý félagans  Róberts Óttarssonar. Nýr félagi var tekinn í klúbbinn á þessum fundi, Gunnar Björn Rögnvaldsson og er hann boðinn velkominn. Það var Hjalti Pálsson forseti klúbbsinns sem sá um hina hefðbundnu inntökuathöfn og má sjá myndir að því ásamt fleiru í myndaalbúmi.