Fréttir
  • 2408423279

10.3.2013

Magnús B. Jónsson tilnefndur umdæmisstjóri 2015-16

Magnús B. Jónsson, fv. rektor og félagi í Rótarýklúbbi Borganess hefur verið tilnefndur umdæmisstjóri 2015-2016. Var þetta tilkynnt á fræðslumóti verðandi forseta og ritara fyrir skömmu.

Magnús er fæddur 24. ágúst 1942. Hann er doktor í búsvísindum og var rektor Búnaðarháskóla Íslands 2005-2012. Magnús gerðist rótarýfélagi 3. febrúar 1973. Hann hefur tvívegis verið forseti Rótarýklúbbs Borgarness, síðast 2011-2012.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning