Fréttir

19.9.2015

Rkl. Keflavíkur hlaut sérstaka viðurkenningu

Fráfarandi umdæmisstjóri afhenti viðurkenningarskjalið á fundi í Keflavík.

Alþjóðahreyfing Rótarý hefur veitt Rkl. Keflavíkur sérstaka viðurkenningu, RI Service Awards vegna starfsársins 2014-2015, fyrir glæsilegan árangur klúbbsins í samvinnu við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Hefur samvinnan staðið síðan félagið var stofnað 1953. Myndin var tekin þegar Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri 2014-2015, afhenti forráðamönnum klúbbsins viðurkenninguna.Á myndinni eru Ásbjörn Jónsson, forseti klúbbsins, Guðbjörg umdæmisstjóri og Friðfinnur Skaftason, fyrrverandi forseti klúbbsins. Myndina tók Agnar Guðmundsson.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning