Fréttir
  • Skiptinemarnir ásamt formanni æskulýðsnefndar.

17.10.2013

Æskulýðsnefnd hvetur til eflingar ungmennaþjónustu

Á nýafstöðnu umdæmisþingi á Selfossi voru erlendir skiptinemar, sem hér dveljast á vegum Rótarý, kynntir fyrir viðstöddum.  Fjórir íslenskir skiptinemar eru við nám erlendis í vetur fyrir atbeina rótarýklúbba hér á landi.

Hanna María Siggeirsdóttir, formaður æskulýðsnefndar íslenska rótarýumdæmisins, kynnti erlendu nemana sem skemmtu gestum síðan með söng og undirspili.   Nemarnir eru Mateo Sebastian Vintimilla Garate frá Ekvador, Daria Magdalena Wittver frá Sviss og Jessica Ruth Fleming frá Bandaríkjunum.  Mateo dvelst hjá Engilbert Sigurðssyni og Hörpu Rúnarsdóttur í Garðabæ. Rótarýklúbburinn Görðum er stuðningsklúbbur hans. Daria Magdalena dvelst hjá Sigurði Flosasyni og Vilborgu A. Björnsdóttur í Garðabæ. Hún er á vegum Rótarklúbbsins Reykjavík-Miðborg  og Jessica Ruth kemur á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar og dvelst hjá Guðna Gíslasyni og Kristjönu Ásgeirsdóttur í  Hafnarfirði. Daria Magdalena, Jessica Roth og Mateo Sebastian.
Í skýrslu æskulýðsnefndar umdæmisins fyrir starfsárið 2012-2013 kemur fram að fjórir íslenskir skiptinemar dveljist erlendis á yfirstandandi skólaári. Þeir eru: Benedikt Axel Ágústsson í Bandaríkjunum á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs, Jón Guðnason í Frakklandi á vegum Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Sindri Engilbertsson í Sviss á vegum Rótarýklúbbsins Görðum og Sólveig Erla Sigurðardóttir í Ekvador á vegum Rótarýklúbbsins Reykjavík-Miðborg.
Tvær stúlkur fóru sl. sumar til sumarbúðadvalar erlendis á vegum íslenska rótarýumdæmisins; Fjóla Rakel Ólafsdóttir, 17 ára, með tilstuðlan Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar og Kolbrún Brynja Róbertsdóttir, 16 ára, sem Rótarýklúbburinn Görðum studdi.
Æskulýðsnefnd umdæmisins vekur athygli á að þátttaka í ungmennaskiptum og æskulýðsstarfi er alþjóðlegt verkefni fyrir rótarýklúbba. Ef klúbbur sendir íslenska skiptinema til ársdvalar þarf sá sami klúbbur að taka á móti erlendum skiptinema á sama tíma og útvega tvö til þrjú heimili, þar sem skiptineminn mun dveljast. Gert er ráð fyrir að skiptineminn tengist klúbbstarfinu og kynnist klúbbfélögum meðan á dvölinni stendur.
Þá hvetur æskulýðsnefndin alla klúbba til þess að gefa íslenskum ungmennum tækifæri til að fara út í heim og víkka sjóndeildarhringinn og koma heim sem betri þegnar og sem rótarýfélagar framtíðarinnar. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2014-2015 rennur 1. desember nk. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning