Fréttir

11.11.2008

Rótarýklúbbur Héraðsbúa, fréttir

Mikill kraftur hefur verið í Rótaryklúbbi Héraðsbúa það sem af er starfsárinu. Hádegisfundir voru um sumarmánuðina júní - sept. en kvöldfundir byrjuðu aftur 4. nóv.

Óhefðbundnir fundir hafa verið nokkrir t.d. vinnustaðafundur í boði Brúnás innréttinga, tveir vinnufundir í Sigfúsarlund, sem er gróðurlundur í umsjá Rótaryklúbbs Héraðsbúa með minnisvarða um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara . Klúbburinn fór ásamt mökum í heimsókn og skemmtiferð til Húsavíkur í okt. og átti sameiginlegan fund með Rótarýklúbbi Húsavíkur auk þess að skoða merk og skemmtileg söfn á Húsavík og í Mývatnssveit. Á heimleið var komið við í jarðböðunum þar sem aðstaða öll er orðin til fyrirmyndar. Einn félagi hefur bættst í hópinn þannig að nú telur klúbburinn 22 félaga. Átak er nú hafið í öflun nýrra félaga og það kemur í ljós á næstu vikum hver árangur verður af þeirri vinnu. Mæting á fundi verður að teljast allgóð miðað við landsmeðaltal. Í okt. kom umdæmisstjóri Ellen Ingvadóttir á fund og lýsti ánægju sinni með starf klúbbsins og færði Rótarýklúbbi Héraðsbúa viðurkenningu fyrir framlag hans til Rótarysjóðsins.
Kveðja Hjálmar Jóelsson, heimasíðustjóri
 
Á meðfylgandi mynd afhendir forseti Rótaryklúbbs Héraðsbúa , Sveinn Jónsson, verkfræðingur, umdæmisstjóra Ellen Ingvadóttur , fána klúbbsins.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning