Fréttir
  • ifmr

25.6.2015

Mótorhjólamenn í Rótarý

International Fellowship of Motorcycling Rotarians

Hér á landi er starfandi skemmtilegur félagsskapur, IFMR, sem er skammstöfun á International Fellowship of Motorcycling Rotarians. Félagsmenn hér vinna með norrænum rjótarýfélögum en tilsvarandi félög eru víðsvegar um heiminn og starfa vel saman. Sjá www.ifmr.org

Starfið er líflegt og í sumar verða farnar 9 mótorhjólaferðir á vegum IFMR Íslandi, venjulega styttri kvöldferðir, klúbbarnir í Keflavík og Selfossi heimsóttir og ein ferð til Vestmannaeyja. Hver ferð gefur mætingu.

Tvisvar hafa norrænir IFMR félagar heimsótt Ísland. Fyrra skiptið var árið 2007 þegar stór hópur kom með Norrænu og hjólaði hringinn um Ísland á tveim vikum. Ferðin tókst frábærlega og voru alls 38 þátttakendur á 26 mótorhjólum. Árið 2011 var haldinn haustfundur IFMR á Íslandi. IFMR á Íslandi hefur staðið fyrir fjölmörgum ferðum um land allt og heimsótt marga Rótarýklúbba. Haustfundur verður haldinn hér á landi dagana 26.-28. ágúst 2016 og er búist við 30-40 Rórarýfélögum. Farið verður í nýja íshellirinn á Langjökli, gist í Reykholti og Hótel Glym.

„Góðir félagar, Rótarýhreyfingin þarf ávallt nýtt fólk. Kynnið IFMR fyrir ungu og miðaldra fólki, kynnið drauminn um að hjóla innanlands og erlendis með góðum félögum. Fátt er betra til að laða að ungt fólk með drauma. Hvernig væri að snúið dæminu við: Fáið ungt fólk í IFMR og þá verður það um leið félagar í Rótarý! Einn góður Rótarýmaður sagði eitt sinn að hann hefði eignast marga kunningja í Rótarý en góðu vinirnir væru í IFMR,“ segir Björn Viggósson, Rkl.Rvk. Grafarvogur og klúbbmeistari IFMR á Íslandi.

Hafa má samband við Björn í síma 842 5248 eða með pósti á bjornviggosson@gmail.com


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning